Lífið

Kominn í 380 þúsund á eBayHæsta boðið í klapptréð sem aðstandendur kvikmyndarinnar Django Unchained árituðu fyrir Guðmund Felix Grétarsson er um 380 þúsund krónur á uppboðssíðunni eBay. Uppboðinu lýkur 26. janúar en fjárhæðin nam í upphafi um 250 þúsund krónum. Allur ágóðinn fer í endurhæfingu vegna handaágræðslu sem Guðmundur Felix mun að öllum líkindum gangast undir í Frakklandi síðar á þessu ári. Á meðal þeirra sem árituðu klapptréð var leikstjórinn Quentin Tarantino og leikararnir Jamie Foxx, Leonardo DiCaprio og Samuel L. Jackson. Það var Heba Þórisdóttir, sem hafði yfirumsjón með förðun leikaranna, sem fékk stjörnurnar til að árita klapptréð fyrir frænda sinn Guðmund. Ein af stjörnum myndarinnar, leikarinn Samuel L. Jackson, tók málið upp á sína arma og hvatti fólk til að bjóða í klapptréð á Twitter-síðu sinni. Hér fyrir ofan má síðan sjá frétt Stöðvar 2 um málið.

Skjáskot af Twitter-síðu Samuel L. Jackson þar sem hann hvetur fólk til að bjóða í klapptréð.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.