2013 verður Bowie-ár Trausti Júlíusson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika. Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Við Bowie-aðdáendur vöknuðum upp við þær óvæntu og ánægjulegu fréttir á 66 ára afmæli söngvarans 8. janúar að það var komið út nýtt lag með honum og fyrsta platan hans með nýju efni í tæp tíu ár væntanleg 11. mars. Lagið, Where Are We Now, hefur fengið góðar viðtökur. Það er rólegt og melankólískt og maður heyrir að röddin er orðin eldri og viðkvæmari. Bowie sjálfur hefur ekki enn gefið kost á viðtali, en upptökustjórinn Tony Visconti, sem hefur mikið unnið með Bowie, hefur veitt nokkur viðtöl. Hann segir að þeir hafi unnið plötuna, The Next Day, á síðustu tveimur árum. Hann segist undrandi á valinu á fyrsta smáskífulaginu og segir að platan sé mun rokkaðri en þetta fyrsta lag gefur til kynna. Hann sagði líka þetta: „Þeir sem vilja sígilt Bowie-efni fá það og þeir sem vilja eitthvað nýtt fá það líka." Hljómar eins og fínasti auglýsingatexti… Um leið og fréttin barst af útgáfu The Next Day myndaðist mikil stemning. Fjölmiðlar kepptust um að fjalla um málið og platan fór beint á topp Amazon-listans í Bretlandi, þó að hún komi ekki út fyrr en eftir tvo mánuði. Bretar elska Bowie og sú hrifning minnkaði ekki þegar lagið Heroes var spilað undir innkomu heimamanna á setningarathöfn Ólympíuleikanna í fyrra. Tímasetningin á nýrri plötu er þess vegna fullkomin. Það stefnir á að 2013 verði mikið Bowie-ár, því að auk nýrrar plötu verður stór yfirlitssýning um David Bowie opnuð í Victoria & Albert Museum í London 23. mars og stendur fram á sumar. Það verður að vísu engin tónleikaferð í kjölfar útgáfu The Next Day, en Bowie útilokar ekki að halda eina tónleika.
Tónlist Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp