Lífið

Egill leikur Egil

Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange, Carice van Houten leikur Birgittu Jóns og Egill Helgason sjálfan sig.
Benedict Cumberbatch leikur Julian Assange, Carice van Houten leikur Birgittu Jóns og Egill Helgason sjálfan sig.
Útvarpshúsið í Efstaleiti var undirlagt kvikmyndagerðarfólki í gær. Þar var á ferðinni lið á vegum bandaríska leikstjórans Bill Condon, sem var að undirbúa tökur á atriði fyrir Wikileaks-kvikmyndina The Man Who Sold the World. Í einu atriði myndarinnar munu tvær af aðalsöguhetjunum, Julian Assange og þingkonan Birgitta Jónsdóttir, mæta í viðtal í Silfur Egils Helgasonar. Greint hefur verið frá því að Benedict Cumberbatch og Carice van Houten muni fara með hlutverk Assange og Birgittu, en það var hins vegar ekki leitað langt yfir skammt eftir manni í hlutverk Egils, því að hann mun túlka sjálfan sig í myndinni. Eftir því sem næst verður komist er þetta hans fyrsta kvikmyndahlutverk. Atriðið verður tekið upp í stúdíói Silfurs Egils í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.