"Merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög" Kristján Hjálmarsson skrifar 5. ágúst 2013 12:15 Árni Johnsen steig óvænt á svið á Þjóðhátíð í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira