"Merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög" Kristján Hjálmarsson skrifar 5. ágúst 2013 12:15 Árni Johnsen steig óvænt á svið á Þjóðhátíð í gær. Mynd/Óskar P. Friðriksson Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, tróð óvænt upp á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gær. Árni steig á svið eftir að formlegum brekkusöng var lokið, vopnaður kassagítar, og söng þjóðsönginn. Þjóðhátíðargestir tóku Árna fagnandi og sungu hástöfum með. "Ég tala ekki um hlutina heldur geri þá bara," segir Árni Johnsen í samtali við fréttastofu. Fáir þjóðhátíðargestir vissu af því að Árni myndi stíga á svið en að sögn söngvarans var þjóðhátíðarnefnd upplýst um málið. "Það er nú bara svo að ef ég geri eitthvað þá verður allt vitlaust," segir Árni. Árni hefur stýrt brekkusöngnum um áratugaskeið með örfáum undantekningum. Ingó úr Veðurguðunum var hins vegar fenginn til að leysa hann af í ár. Árni segir aðspurður að brekkusöngurinn hafi gengið sinn vanagang. "Það var margt ágætlega gert hjá honum en þetta var samt ekki alveg í brekkutakti enda er hann óvanur," segir Árni um arftakann Ingó. "Það er ekkert skrýtið - bara spurning hvort menn hafa þetta eða ekki og það getur tekið tíma fyrir hann að læra. En ég vil ekki dæma um það." Árni segir það alltaf jafn magnað þegar þjóðhátíðargestir standa upp og syngja þjóðsönginn. "Það er merkilegt að þjóðsöngurinn skuli toppa öll lög," segir Árni. Hann segir þjóðsönginn ekkert erfiðara lag að syngja en hvað annað."Fyrst þegar ég byrjaði að syngja þjóðsönginn ákvað ég að spila hann í C-dúr. Allar útsetningar fyrir kóra eru í G-dúr og það ræður enginn venjulegur söngvari við það - það þarf að þjálfa fólk til þess. Með því að spila þjóðsönginn í C-dúr ræður um 95% fólks við að syngja hann." Í spilaranum hér að ofan má heyra söng Árna Johnsen og þeirra fimmtán þúsund gesta sem saman voru komnir í í Dalnum í gær. Þess má geta að Árni var heiðraður gullmerki ÍBV áður en hann steig á svið.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira