Pabbi passar Pascal Pinon 4. janúar 2013 08:00 Systurnar spila á Eurosonic-hátíðinni í Hollandi. fréttablaðið/Stefán „Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“ Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við tókum plötuna upp tvisvar,“ segir Jófríður Ákadóttir, annar helmingur dúettsins Pascal Pinon, en sveitina skipar hún ásamt tvíburasystur sinni, Ásthildi. „Við létum útgáfufyrirtækið hafa plötuna en vorum hvattar til þess að taka hana upp aftur, og þá með upptökustjóra.“ Systurnar fengu því upptökustjórann Alex Somers til liðs við sig og með honum hljóðrituðu þær plötuna upp á nýtt í heimastúdíói á Bergstaðastræti. „Við byrjuðum að taka upp sumarið 2011 en svo var platan í biðstöðu allan síðasta vetur. Alex var upptekinn og við vorum í skólanum og svona.“ Hljómsveitin spilar á Eurosonic-hátíðinni, sem fram fer í Hollandi í næstu viku, en stúlkurnar geyma stórar tónleikaferðir til betri tíma á meðan þær stunda nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við tökum stuttan túr núna í febrúar, en það er allt og sumt sem skólinn leyfir í bili. Við tökum örugglega lengri ferð í maí, þegar við erum komnar í frí,“ segir Jófríður, en þær Ásthildur fara með föður sínum, blásaranum Áka Ásgeirssyni, í allar tónleikaferðir. „Hann er bæði ferðastjóri hljómsveitarinnar og hljóðmaður,“ segir Jófríður, sem viðurkennir fúslega að pabbi passi þær systur á ferðalögum. „Þessu poppstússi fylgir ýmislegt vafasamt en hann gætir okkar vel.“
Tónlist Mest lesið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira