Fékk eftirsótt sumarstarf hjá Kishimoto 6. júní 2013 07:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir sótti um starfsnám hjá Eley Kishimoto og fékk starfið. Hún hlakkar til að hitta hönnuðina og vonast til að reynslan nýtist vel í framtíðinni. „Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún. HönnunarMars Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira
„Ég fór nýlega í ferðalag með textíldeildinni og ákvað að spyrja þau á staðnum hvort ég mætti sækja um starfsnám hjá þeim. Stuttu eftir að ég kom heim úr ferðinni sendi ég þeim möppuna mína og fékk jákvætt svar daginn eftir,“ segir Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, nemi við textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún fékk sumarstarf í London hjá breska hönnunartvíeykinu Eley Kishimoto, sem er á meðal þeirra þekktustu í heiminum. Tanja útskrifaðist úr fatahönnun við Listaháskóla Íslands árið 2012 og ákvað að sérhæfa sig í textíl við Myndlistaskólann í Reykjavíkur að náminu loknu. Hún hélt til London á þriðjudag og hóf störf í gær. „Ég mun starfa bæði í hönnunar- og prentstúdíóinu, þar sem ég mun aðstoða við ýmis konar verkefni, þá helst undirbúning fyrir vörusýningar og að þrykkja á efni fyrir næstu fatalínu þeirra,“ segir Tanja. Fatahönnunarfyrirtækið Eley Kishimoto var stofnað 1992 af hjónunum Mark Eley og Wakako Kishimoto, en þau hafa í gegnum tíðina hannað mynstur fyrir stór nöfn á borð við Yves Saint Laurent, Versace, Marc Jacobs, Louis Vuitton og Alexander McQueen. Hönnuðirnir voru gestafyrirlesarar á Hönnunarmars í ár og hófu nýverið samstarf við Vík Prjónsdóttur. „Ég hef lengi fylgst með Eley Kishimoto og er mjög hrifin af hönnun þeirra, svo ég var að sjálfsögðu mjög spennt að hitta þau og sjá stúdíóið.“ Er þetta þá ekki draumur að rætast? „Jú, heldur betur. Mér finnst það vera mikill heiður að fá að fara í starfsnám hjá hönnuðum sem ég lít upp til. Það sem heillaði mig mest við hönnun þeirra er hversu leikandi, litrík og skemmtileg mynstrin eru á meðan sniðin eru kvenleg og afslöppuð. Fyrirtæki þeirra er lítið sem þýðir að nemarnir fylgjast vel með og fá að taka mikinn þátt í ferlinu,“ segir Tanja, sem telur að starfsnámið hjá Eley Kishimoto muni nýtast sér einstaklega vel í framtíðinni. „Mig langar að sérhæfa mig í mynsturgerð. Ég sé fram á að starfsnámið muni dýpka skilning minn á því hvernig mynstur- og fatahönnunarferlið fer fram. Svo vonast ég líka til þess að fá að kynnast ferlinu við undirbúning fyrirtækisins fyrir tískuvikuna í London,“ segir hún.
HönnunarMars Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira