Innlent

Nýr minnisvarði um Surtsey

Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhjúpuðu skjöldinn.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, og Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfisráðherra afhjúpuðu skjöldinn. fréttablaðið/óskar

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, afhjúpaði í gær skjöld til staðfestingar því að Surtsey er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Skjöldurinn er á Breiðabakka á Heimaey, þar sem Surtsey er í sjónmáli. Í næsta mánuði eru fimm ár liðin frá því að eyjan var samþykkt inn á listann.

Fimmtíu ár eru á þessu ári frá því að gosið hófst og 46 ár síðan því lauk. Eftir að ráðherra hafði ávarpað gesti voru framkvæmdir við Eldheima skoðaðar, en það er nýtt sýningarhús um minjar frá gosinu í Heimaey. Að því loknu var boðið til móttöku í Surtseyjarstofu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.