Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júní 2013 14:34 Ólafur Ragnar við þingsetningarathöfnina í dag. Mynd/ Þorbjörn Þórðarson Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur. Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur.
Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira