Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júní 2013 14:34 Ólafur Ragnar við þingsetningarathöfnina í dag. Mynd/ Þorbjörn Þórðarson Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira