Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júní 2013 14:34 Ólafur Ragnar við þingsetningarathöfnina í dag. Mynd/ Þorbjörn Þórðarson Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira