Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir Jóhannes Stefánsson skrifar 6. júní 2013 14:34 Ólafur Ragnar við þingsetningarathöfnina í dag. Mynd/ Þorbjörn Þórðarson Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseta Íslands, var tíðrætt um Lýðveldisstjórnarskrána frá 1944 í setningarræðu sinni á Alþingi í dag. „Stjórnarskrá lýðveldisins hefur greitt götu endurnýjunar Alþingis bæði nú og fyrir fjórum árum á svo afgerandi hátt að einsdæmi er...," sagði Ólafur í ræðu sinni. Ólafur sagði jafnframt að stjórnarskráin væri „Traustur rammi um þá lýðræðisskipan sem við kjósum helst.“ Hann taldi núverandi stjórnarskrá hafa staðið af sér allar helstu prófraunir sem dunið hefðu á henni en nefndi þó að svigrúm væri til breytinga á afmörkuðum sviðum, þar sem hann nefndi í dæmaskyni ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.Viðsnúningur í viðhorfi til EvrópusambandsaðildarÞá talaði Ólafur um umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ólafur sagði að eðlilegt hefði verið fyrir fjórum árum að eygja aðild að sambandinu í örlagaþrunginni óvissu en að nú væru breyttir tímar, þar sem Evrópusambandið væri nú í djúpstæðri kreppu og mikil óvissa ríkti um framtíð þess. „Enginn veit hvernig Evrópusambandið kann að þróast og evrusvæðið býr við dýpri kreppu en löndin í norðanverðri Evrópu, Ameríku og Asíu," sagði Ólafur. Þá sagði Ólafur skiljanlegt að áhugi fyrir aðild að Evrópusambandinu væri minni nú en áður í ljósi þessa. Ólafur skýrði hægagang í viðræðum Íslands við sambandið meðal annars á þann veg að Evrópusambandið væri smeykt við að þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í sambandið yrði í þriðja sinn hafnað af norrænni lýðræðisþjóð, en Noregur hefur áður hafnað inngöngu í sambandið tvisvar. Ólafur bætti svo við að útséð væri að ásættanleg niðurstaða myndi líklegast ekki nást í sjávarútvegsmálum sem útskýrði enn frekar umræddan hægagang.Framtíðin snýst um norðurslóðirnarÓlafur benti á að vegna hlýnunar loftslags væri Ísland og nágrannaþjóðir þess í lykilstöðu og að gríðarleg tækifæri væru nú handan við hornið á norðurslóðum. Ólafur sagði allar helstu áhrifaþjóðir heims í auknum mæli horfa til Íslands og nú væri komið að „sögulegum þáttaskilum," þar sem vegur Íslands yrði sem mestur.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira