Fullorðið fólk og Strumpar á hvíta tjaldið 25. júlí 2013 12:00 Gamanmyndin Grown Ups 2 skartar fjölda þekktra leikara í aðalhlutverkum. Í gamanmyndinni Grown Ups 2, sem frumsýnd var í gær, fá áhorfendur að endurnýja kynni sín við persónurnar úr Grown Ups. Í framhaldsmyndinni hefur Lenny, sem leikinn er af Adam Sandler, fengið sig fullsaddan af stórborgarlífinu og flytur með fjölskyldu sinni aftur til heimabæjar síns. Þar hittir hann fyrir vini sína, gömul hrekkjusvín, ölvaða lögreglumenn á skíðum og gamlar kærustur. Myndin, sem er fyrsta framhaldsmynd Sandlers, var frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí og halaði inn rúmlega fjörtíu milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina. Leikstjóri myndarinnar, Dennis Dugan, á í nánu samstarfi við Sandler og hafa þeir meðal annars unnið saman að gerð myndanna Happy Gilmore, Big Daddy, I Now Pronounce You Chuck and Larry, You Don‘t Mess with the Zohan, Grown Ups, Just Go with It, Jack and Jill og nú síðast Grown Ups 2.Strumparnir 2 verður að auki alheimsfrumsýnd hér á landi á sunnudag og lenda í þetta sinn í enn meiri ævintýrum en áður. Alvöru strumpur verður viðstaddur frumsýninguna sem og leikararnir sem ljá litlu, bláu fígúrunum raddir sínar. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Í gamanmyndinni Grown Ups 2, sem frumsýnd var í gær, fá áhorfendur að endurnýja kynni sín við persónurnar úr Grown Ups. Í framhaldsmyndinni hefur Lenny, sem leikinn er af Adam Sandler, fengið sig fullsaddan af stórborgarlífinu og flytur með fjölskyldu sinni aftur til heimabæjar síns. Þar hittir hann fyrir vini sína, gömul hrekkjusvín, ölvaða lögreglumenn á skíðum og gamlar kærustur. Myndin, sem er fyrsta framhaldsmynd Sandlers, var frumsýnd í Bandaríkjunum þann 12. júlí og halaði inn rúmlega fjörtíu milljónum dollara fyrstu sýningarhelgina. Leikstjóri myndarinnar, Dennis Dugan, á í nánu samstarfi við Sandler og hafa þeir meðal annars unnið saman að gerð myndanna Happy Gilmore, Big Daddy, I Now Pronounce You Chuck and Larry, You Don‘t Mess with the Zohan, Grown Ups, Just Go with It, Jack and Jill og nú síðast Grown Ups 2.Strumparnir 2 verður að auki alheimsfrumsýnd hér á landi á sunnudag og lenda í þetta sinn í enn meiri ævintýrum en áður. Alvöru strumpur verður viðstaddur frumsýninguna sem og leikararnir sem ljá litlu, bláu fígúrunum raddir sínar.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira