Segir Ögmund hafa ógnað sjálfstæði ákæruvaldsins 12. febrúar 2013 17:17 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. „Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
„Því miður, þótt Ögmundur hafi oft verið trúverðugur í sínu þá ógnaði þessi ákvörðun hans sjálfstæði ákæruvaldsins," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat á sameiginlegum fundi allsherjar- og menntamálanefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem fram fór í dag vegna komu FBI hingað til lands árið 2011. Meðal þeirra sem voru kallaðir á fund nefndarinnar voru Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari auk Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Ráðherrann segir í samtali við fjölmiðla að réttarbeiðni FBI, sem gerði þeim kleift að athafna sig hér á landi til þess að rannsaka yfirvofandi tölvuárás í júní árið 2011, hafi ekki verið gildi í ágúst sama ár, þegar þeir snéru aftur, til þess að ræða við ungan íslenskan ríkisborgara sem tengdist Wikileaks. Ögmundur segir rannsóknina þá hafa snúist um Wikileaks, ekki tölvuárásina sem snéri að stjórnarráðinu og var afstýrt samkvæmt fulltrúa ríkislögreglustjóra. Þorgerður er alfarið ósammála Ögmundi um að þarna hafi verið um tvær ólíkar rannsóknir að ræða. Meðal annars segir Þorgerður að það hafi verið skýr skilningur ríkissaksóknara að þarna væri um sama mál að ræða og fyrri réttarbeiðni í gildi. Því hafi það verið rangt, að mati Þorgerðar, að afturkalla beiðnina og í raun hafi Ögmundur haft óeðlileg afskipti af rannsókn ákæruvaldsins. Vísir spurði Ögmund sérstaklega eftir fundinn í dag hvort hann liti svo á að ákvörðunin um að afturkalla réttarbeiðnina fæli meðal annars í sér óeðlilegt afskipti af ákæruvaldinu. Því neitaði Ögmundur alfarið og sagði rannsókn FBI í seinna skiptið snúa að allt öðru en því sem beiðnin heimilaði upphaflega. Það er að segja rannsókn bandarískra yfirvalda á Wikileaks samtökunum og einstaklingum þeim tengdum. Spurð um þessa afstöðu Ögmundar svarar Þorgerður: „Þetta er bara eftiráskýring." Þorgerður segir málflutning Ögmundar tilfinningalegan og við hann blandar Ögmundur pólitískum spuna að hennar sögn. „En þarna urðu einfaldlega mistök," segir hún um ákvörðun ráðherrans að afturkalla beiðnina. Hún segir málið bera keim taugaveiklunar, „og kanafóbíu," bætir hún við og segir ákvörðunina vega alvarlega að sjálfstæði ákæruvaldsins. „Fundurinn kallar í raun á fleiri spurningar en hann svaraði," segir Þorgerður Katrín að lokum.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira