Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Brjánn Jónasson skrifar 6. desember 2013 07:00 Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur hefur ásamt fleirum greint bein úr 83 kumlum frá landnámsöld. Fréttablaðið/Tómas Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum. Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira
Nýjar rannsóknir á beinum sem fundist hafa í kumlum á Íslandi frá landnámstímanum benda til þess að landnámið hafi ekki átt sér stað á stuttu tímabili, heldur hafi fólk fætt utan Íslands komið hingað áfram fram á fyrri hluta 11. aldar að minnsta kosti. Þetta er meðal þess sem lesa má úr niðurstöðum rannsókna sem Hildur Gestsdóttir fornleifafræðingur og fleiri hafa gert á beinum sem fundist hafa í íslenskum kumlum. Hildur mun fjalla um rannsóknirnar á málþingi Félags fornleifafræðinga sem haldið verður í Þjóðminjasafni Íslands eftir hádegi í dag. Með rannsóknum á strontíum-ísótópum í beinum manna úr 83 kumlum frá öllum landshlutum má lesa hver uppruni þessara fornu Íslendinga er. Mælanlegur munur er á beinunum eftir því hvar sá sem grafinn var í hverju kumli ólst upp. Niðurstöður rannsóknanna sýna að 39 prósent að minnsta kosti voru ekki fæddir hér á landi, segir Hildur. „Það er mjög áhugavert að sjá að 39 prósent að minnsta kosti séu ekki fædd hér, á þeim fjórum eða fimm kynslóðum sem fæddust hér á því tímabili sem verið var að grafa fólk í kumlum,“ segir Hildur. „Ef landnámið hefði verið stutt tímabil hefðum við átt að sjá færri innflytjendur.“ Hildur segir þó aðrar skýringar geta verið á háu hlutfalli innflytjenda í íslensku kumlunum. Mögulega hafi verið líklegra að manneskja sem ekki var fædd á Íslandi hafi verið grafin í kumli. Ekki sé ljóst hvort útvalinn hópur hafi fengið þessa greftrun. Þessar niðurstöður vekja upp ótal spurningar og möguleika á frekari rannsóknum, segir Hildur. Til dæmis megi ganga mun lengra í að rannsaka beinin. Í einhverjum tilvikum megi mögulega greina uppruna þeirra eftir löndum, og mögulega eftir héruðum í upprunalandinu. Hún segir að einnig megi bera saman kumlin eftir uppruna þeirra sem þar hafi verið grafnir, og kanna hvort eitthvað sé ólíkt eftir uppruna þeirra.Íslendingar grófu fólk í kumlum svipuðum Daðastaðakumlinu, sem hér sést, frá landnámi fram á fyrri hluta 11. aldar.Mynd/Fornleifastofnun ÍslandsFleiri en 320 kuml fundist Kuml eru grafir fólks sem jarðað var að heiðnum sið. Í gröfina var sett haugfé, til dæmis áhöld, skart, vopn, hestar og hundar. Alls hafa fundist fleiri en 320 kuml á 160 stöðum á landinu samkvæmt bókinni Hlutavelta tímans, sem kom út árið 2004. Ekki eru til skriflegar heimildir um greftrunarsiði frá heiðnum sið, og því geta fornleifafræðingar eingöngu stuðst við það sem þeir komast að með rannsóknum á kumlunum sjálfum.
Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Sjá meira