MR-ingar segja ekki hægt að skera meira niður í rekstri skólans Þorgils Jónsson skrifar 1. október 2013 08:15 Formenn foreldrafélags og skólanefndar MR, ásamt rektor, deila á niðurskurð í framlögum til skólans. Fréttablaðið/Stefán Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira