MR-ingar segja ekki hægt að skera meira niður í rekstri skólans Þorgils Jónsson skrifar 1. október 2013 08:15 Formenn foreldrafélags og skólanefndar MR, ásamt rektor, deila á niðurskurð í framlögum til skólans. Fréttablaðið/Stefán Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“ Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira
Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Fleiri fréttir Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Sjá meira