MR-ingar segja ekki hægt að skera meira niður í rekstri skólans Þorgils Jónsson skrifar 1. október 2013 08:15 Formenn foreldrafélags og skólanefndar MR, ásamt rektor, deila á niðurskurð í framlögum til skólans. Fréttablaðið/Stefán Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“ Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Lengra verður ekki komist í niðurskurði til Menntaskólans í Reykjavík (MR) að sögn formanns skólanefndar skólans. MR fær lægst framlög allra framhaldsskóla á fjárlögum þessa árs þegar litið er á framlög á hvern nemanda, alls 599.000 krónur. Það er hækkun frá árinu 2012, en inni í tölunum fyrir 2013 eru framlög, alls um 54 þúsund á nemanda, sem koma þar inn í fyrsta sinn og eru ætlaðir til viðhalds bygginga. Árin frá 2009 fram til 2012 lækkaði framlag ríkisins á hvern nemanda MR um 4,3% á meðan langflestir framhaldsskólar fengu hækkun á framlögum, um 5% að miðgildi. Nýtt fjárlagafrumvarp verður kynnt síðdegis og þá kemur í ljós hvernig málum verður komið fyrir næsta ár. Magnús Gottfreðsson, formaður Foreldrafélags MR, segir að foreldrar furði sig á ástandinu. Í skólanum fari fram dýr kennsla, til dæmis í raungreinum, sem ætti að leiða til aukinna framlaga. Þá hafi fornmáladeild skólans sérstöðu sem sú eina á landinu þótt hún sé mögulega ekki rekstrarlega hagkvæm. „Það er greinilega ekki tekið tillit til þessara þátta heldur þvert á móti saumað enn frekar að skólanum án þess að það liggi fyrir sannfærandi málefnalegar skýringar á því.“Borgar þór EinarssonBorgar Þór Einarsson, formaður skólanefndar MR, segir mismunun felast í því að skólinn fái lægri framlög en aðrir skólar. „Mér finnst stjórnendur skólans hafa unnið þrekvirki í að viðhalda þeim gæðum sem einkennt hafa skólastarfið, en það verður ekki gengið lengra í þessu og það er lágmarkskrafa að Menntaskólinn í Reykjavík og nemendur hans sitji við sama borð og aðrir.“ Borgar segir skólanefndina hafa kynnt stjórnvöldum stöðuna og vonast eftir úrbótum. „Því verður með engum rökum haldið fram að þeim fjármunum sem ríkið setur í MR sé verr varið en þeim fjármunum sem nýttir eru til að mennta aðra framhaldsskólanema.“ Yngvi Pétursson, rektor MR, segir í samtali við Fréttablaðið að núverandi staða skólans sé afleit. „Þær hagræðingaraðgerðir sem við höfum þurft að grípa til hafa bitnað á allri starfsemi skólans. Við höfum reynt að verja kennsluna eins og hægt er, þannig að þetta hefur fyrst og fremst bitnað á þjónustunni. Til dæmis er nú orðið mjög erfitt að veita stoðþjónustuna fyrir nemendur sem eiga við námsörðugleika að stríða.“
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira