Tóbak og áfengi hækka í verði Boði Logason skrifar 1. október 2013 16:00 Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur ÁTVR á næsta ári verði tæpir 28 milljarðar króna, eða um 1,6 prósent minni tekjur en áætlað er í ár. Mynd/365 Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem dreift var á Alþingi klukkan fjögur. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur ÁTVR á næsta ári verði tæpir 28 milljarðar króna, eða um 1,6 prósent minni tekjur en áætlað er í ár. „Söluspáin byggir á söluþróun áfengis og tóbaks það sem af er árinu og til hliðsjónar eru hafðar spár um verðlagsþróun og þróun ráðstöfunartekna,“ segir í frumvarpinu. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld ÁTVR verði tæpir 26,9 milljarðar króna, eða um 2 prósent lægri en gert er ráð fyrir í ár. Ekki er tilgreint um hversu mikið tóbaksgjaldið og gjald á áfengi hækkar, en það skýrist eflaust þegar lagabreytingin verður tekin fyrir í næstu viku. Gangi áætlanir fyrir ÁTVR eftir er áætlað að handbært fé aukist um 6,5 milljónir króna á árinu, og verði rúmir 2,4 milljarðar í árslok 2014. Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Tóbaksgjald og gjald á áfengi verður hækkað, samkvæmt lagabreytingu sem verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu sem dreift var á Alþingi klukkan fjögur. Gert er ráð fyrir að rekstrartekjur ÁTVR á næsta ári verði tæpir 28 milljarðar króna, eða um 1,6 prósent minni tekjur en áætlað er í ár. „Söluspáin byggir á söluþróun áfengis og tóbaks það sem af er árinu og til hliðsjónar eru hafðar spár um verðlagsþróun og þróun ráðstöfunartekna,“ segir í frumvarpinu. Þá er gert ráð fyrir að rekstrargjöld ÁTVR verði tæpir 26,9 milljarðar króna, eða um 2 prósent lægri en gert er ráð fyrir í ár. Ekki er tilgreint um hversu mikið tóbaksgjaldið og gjald á áfengi hækkar, en það skýrist eflaust þegar lagabreytingin verður tekin fyrir í næstu viku. Gangi áætlanir fyrir ÁTVR eftir er áætlað að handbært fé aukist um 6,5 milljónir króna á árinu, og verði rúmir 2,4 milljarðar í árslok 2014.
Tengdar fréttir Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00 Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00 Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00 Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58 Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00 Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33 Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00 Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00 Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02 Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00 Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00 Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00 Bleyjuskattur lækkaður Fæðingarorlof stytt en greiðslur hækkaðar 1. október 2013 16:00 Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00 RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00 100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Landspítalinn fær enga innspýtingu - fé til tækjakaupa skorið niður Tímabundið 600 milljóna króna framlag til spítalans vegna tækjakaupa er fellt niður. Hagræðingarkrafa á spítalann felur í sér hækkun á sértekjum sem verður náð með nýju legugjaldi. Um er að ræða nýtt gjald þar sem sjúklingar greiða 1.200 krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja á Landspítalanum. Með þessu nýja gjaldi er spítalanum reiknaðar um 200 milljónir í sértekjur. 1. október 2013 16:00
Framlög til lista lækka um 346 milljónir Framlög íslenska ríkisins til lista lækka um 346,6 milljónir króna á milli ára, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. 1. október 2013 16:00
Mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir gríðarlega mikilvægt að stefna að hallalausum fjárlögum til að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Bankaskatturinn verður notaður til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. 1. október 2013 16:00
Framlög til Kvikmyndamiðstöðvar lækka um 400 milljónir króna Kvikmyndamiðstöð Íslands fær 735 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpinu en í fjárlögum þessa árs var upphæðin 1,1 milljarður króna. 1. október 2013 15:58
Stefna á hallalaus fjárlög Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður skili tæplega 500 milljón króna afgangi á næsta ári miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í morgun. Þetta eru fyrstu hallalausu fjárlögin frá hruni. 1. október 2013 16:00
Kaldar kveðjur í fjárlögum Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar. 1. október 2013 16:33
Barna- og vaxtabætur lækka Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er áætlað að barnabætur á næsta ári verði 10.2 milljarðar króna en á í fjárlögum þessa árs voru þær tæpir 10.8 milljarðar króna. 1. október 2013 16:00
Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni sameinaðar Kristján Már Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni verði sameinaðar. Þetta kemur fram í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2014. Eftir sameiningu stofnana verður ein stofnun í hverju heilbrigðisumdæmi, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir. Þetta á við um Norðurland, Suðurland og Vestfirði. 1. október 2013 16:00
Milljónir í eflingu löggæslu Gert er ráð fyrir 500 milljón króna viðvarandi framlagi til að efla löggæsluna í landinu. Á sama tíma er gert ráð fyrir að 200 milljón króna framlag sem veitt var tímabundið til löggæslumála í fjárlögum 2013 verði fellt niður. 1. október 2013 16:02
Framkvæmdum við Hús íslenskra fræða hætt Í fjárlagafrumvarpinu er lagt til að tímabundin fjárheimild, 800 milljónir króna falli niður. 1. október 2013 16:00
Tekjuskattur lækkar Skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskatts verður lækkað um 0,8 prósentustig samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Skatthlutfallið lækkar úr 25,8% í 25%. 1. október 2013 16:00
Skólagjöld hækka um 25 prósent Framlag íslenska ríkisins til Háskóla Íslands á næsta ári lækkar um 321,8 milljónir króna og skólagjöld verða hækkuð úr 60 þúsund krónum í 75 þúsund krónur í öllum ríkisreknum háskólum. 1. október 2013 16:00
Hætt við stækkun FSU Heildarfjárveiting íslenska ríkisins til framhaldsskóla á Íslandi lækkar um rúmlega 1,5 milljarð króna í fjárlögum síðasta árs. Þar af eru almennar launa- og verðlagsbreytingar 645 milljónir króna. 1. október 2013 16:00
RÚV fær 319 milljónir aukalega - ekki farið fram á hagræðingu Fjárveiting til Ríkisútvarpsins hækkar um 319 milljónir króna, og verður því heildarframlag ríkisins til RÚV rúmir 3,5 milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var á Alþingi klukkan fjögur. 1. október 2013 16:00
100 milljónir til hönnunar sjúkrahótels Nýr Landspítali er ekki fyrirferðarmikill í nýju frumvarpi til fjárlaga. Til hans eru lagðar 100 milljónir króna til fullnaðarhönnunar á sjúkrahóteli. 1. október 2013 16:00