Safna fyrir sandblásnum speglum Sara McMahon skrifar 30. október 2013 07:00 Linda Björg Árnadóttir, hönnuður, safnar fyrir nýrri vöru á Karolina Fund. Fréttablaðið/vilhelm „Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Okkur langaði að gera eitthvað nýtt og fallegt. Við ætlum að reyna að safna 3500 evrum upp í framleiðslukostnað speglanna sem við sýnum í Spark Design í nóvember,“ segir Linda Björg Árnadóttir, fata- og textílhönnuður. Fyrirtæki hennar, Scintilla, safnar nú fyrir framleiðslu sandblásinna spegla á söfnunarsíðunni Karolina Fund. Þeir sem leggja verkefninu lið geta eignast slíkan spegil. Scintilla hefur hingað til lagt áherslu á umhverfisvænar heimilisvörur á borð við púða, handklæði og kerti. Ætlunin er að bæta vörum við línuna í framtíðinni og eru speglarnir liður í því. Linda Björg segir Karolina Fund vera skemmtilega leið fyrir fólk til að styðja við bakið á íslenskum sprotafyrirtækjum. „Þú ert ekki aðeins að hjálpa ungu vörumerki að koma nýrri vöru á markað, heldur einnig að styðja við nýsköpun, og um leið eignastu hönnunargrip sem mun endast út ævina.“ Líkt og áður sagði eru speglarnir með sandblásnu munstri að framan og aftan, að auki er munstur málað í lit aftan á spegilinn og sést það aðeins í gegn þar sem sandblástur átti sér stað. Speglarnir koma í fimm ólíkum stærðum. Aðspurð kveðst Linda Björg bjartsýn um að takmarkið náist. „Þetta er spurning um allt eða ekkert, ef við náum ekki að safna allri upphæðinni fær fólk endurgreitt. En við erum mjög bjartsýnar á að þetta takist,“ segir hún að lokum.Hér má lesa nánar um verkefnið og sjá teikningu af speglunum.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira