Gjöld á reykvískt barnafólk hækka Garðar Örn Úlfarsson og Valur Grettisson skrifar 30. október 2013 06:00 Gjaldskrárhækkanir á barnafólk í Reykjavíkurborg eru verulegar samkvæmt fjárhagsáætluninni. Fréttablaðið/Anton Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Allar gjaldskrár Reykjavíkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en af sviðum borgarinnar hækka gjöld mest hjá skóla- og frístundasviði. Flestar gjaldskrár eru sagðar munu hækka sem nemur verðbólgu, sem áætluð er 3,4 prósent. Foreldrar leikskólabarna munu hins vegar þurfa að taka á sig meiri hækkun. Þannig hækkar mánaðargjald fyrir barn einstæðra foreldra eða barn öryrkja í átta tíma vistun um 1.675 krónur, eða sem nemur 10,9 prósentum. Hækkunin er 11,5 prósent fyrir barn í fimm tíma dagvistun. Leikskólagjald fyrir barn hjóna og sambúðarfólks í átta tíma vistun hækkar úr 25.800 krónum í 28.181 krónu. Hækkunin er 2.301 króna, eða 8,9 prósent.Jón GnarrÞá hækkar gjald vegna barns hjá dagforeldri um 9 prósent. Máltíðir í grunnskólum hækka úr 6.600 krónum í 7.600 á mánuði. Sú hækkun, sem nemur 15,2 prósentum, er sögð vera til að bæta gæði matarins. „Það varð ákveðin vísitöluhækkun,“ segir S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra. Í máli Jóns Gnarr á fundi borgarstjórnar í gær kom fram að þrátt fyrir hækkanir yrðu gjaldskrár fyrir skóla- og frístundaþjónustu áfram með þeim allra lægstu á landinu.Júlíus Vífill IngvarssonJúlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segir gjaldskrár- og skattahækkanir á núverandi kjörtímabili þýða að meðalfjölskyldan greiði 440 þúsund krónum meira á ári. „Auðvitað finnur fólk fyrir þessu. Þetta kemur harðast niður á ungu fjölskyldufólki,“ segir Júlíus Vífill. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í útkomuspá fyrir rekstur borgarinnar og fyrirtækja í eigu hennar er áætlað að staðan verði neikvæð um tvo og hálfan milljarð króna í lok þessa árs. Gert er ráð fyrir að þessu verði snúið rækilega við og að rekstur borgarinnar verði jákvæður um rúma átta milljarða í lok næsta árs. Þar á Orkuveitan að spila lykilhlutverk.Sorphirðugjaldið hækkar um nær 10%Sorphirðugjald fyrir svarta tunnu við íbúðarhús í tíu daga hækkar úr 18.600 upp í 20.400 krónur. Hækkunin er 9,7 prósent.Gjöld hækka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Stakt gjald fyrir börn 5-12 ára hækkar um 50 krónur, eða úr 550 krónum upp í 600. Það gera 9,1 prósents hækkun.Bókasafnskortið hækkar hjá Borgarbókasafninu um 200 krónur. Fer úr 1.700 krónum upp í 1.900. Hækkunin nemur 11,8 prósentum.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira