Líklegra að brotið sé á fötluðum konum Sunna Valgerðardóttir skrifar 1. maí 2013 07:00 Manninum sem var kærður fyrir að hafa nauðgað fatlaðri konu í Kópavogi var sagt upp störfum hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi eftir að málið komst upp. Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Fatlaðar konur eiga frekar á hættu að verða fyrir kynferðisofbeldi en aðrar konur. Nýleg sænsk rannsókn sýnir að þrisvar sinnum líklegra sé að þroskaheftar konur verði fyrir slíkum brotum, en engar rannsóknir hafa verið gerðar á slíku hérlendis þótt vísbendingar bendi í svipaða átt. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt á veg komin með að rannsaka nauðgun á fatlaðri konu í Kópavogi um miðjan mars síðastliðinn. Bílstjóri konunnar, maður á fimmtugsaldri, var kærður fyrir brotið og hefur hann verið yfirheyrður. Nauðgunin átti sér stað í bíl á vegum Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hefur maðurinn verið leystur frá störfum. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu en öllum starfsmönnum er skylt að framvísa sakavottorði til Kópavogsbæjar áður en þeir eru ráðnir. Ekki er hægt að fá uppgefið hvort maðurinn hafi gengist við glæpnum. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar, segir manninum hafa verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann segir að brot sem þessi séu ekki algeng en þau komi vissulega fyrir eins og hjá öðrum. Spurður hvort hann telji líklegt að maðurinn verði ákærður segir hann það vera alfarið í höndum ákæruvaldsins. Gunnar Torfason, yfirmaður Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi, segir þetta vera í fyrsta sinn sem svona mál komi upp innan stofnunarinnar. „Það verður klárlega farið yfir málin,“ segir hann. „Það er búið að ræða þetta og við erum að skoða þetta.“ Hann vildi ekki tjá sig um málið sem slíkt. „Maðurinn var boðaður til skýrslutöku og búið. Ég veit ekkert um aðstæður eða neitt slíkt. Ég veit bara ekkert um þetta mál,“ segir hann. Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra í Kópavogi, vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í félagsmálastjóra. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira