Kýs í fyrsta sinn í dag 27. apríl 2013 18:30 Hverjir eiga að ráða? Alma Ágústsdóttir veltir fyrir sér hverjir eigi erindi á þing. Mynd/Daníel „Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira