Enski boltinn

Martinez: Jöfnunarmarkið var sárt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Wigan, var súr og svekktur með að hafa ekki landað sigri gegn Tottenham í dag.

Wigan var í góðri stöðu þegar að Tottenham náði að jafna metin með sjálfsmarki þegar lítið var til leiksloka.

Wigan er enn í fallsæti en liðið er með 32 stig og er nú tveimur stigum frá öruggu sæti.

„Jöfnunarmarkið olli mér vonbrigðum. Fyrir það fyrsta átti aukaspyrnan aldrei að standa en stundum virðist þetta gerast fyrir lið sem eru í botnbaráttunni.“

„Það eru oft smáatriði eins og þetta sem hafa úrslitaáhrif á leiki. En ég var mjög ánægður með frammistöðu leikmanna. Við þurfum að spila áfram eins og við gerðum í dag. Ef við gerum það þá verðum við í lagi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×