Fricke ánægður með Iceland Airwaves Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. nóvember 2013 14:55 Fricke er fastagestur á Iceland Airwaves. David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
David Fricke, einn af ritstjórum tónlistartímaritsins Rolling Stone, fjallar um nýafstaðna Iceland Airwaves-hátíð í vefútgáfu blaðsins. Fricke er fastagestur á hátíðinni og segir þann fyrsta sem hann hafi rekist á þegar hann gekk niður Laugaveginn hafa verið Jónsa í Sigur Rós, sem stillti sér með glöðu geði upp á ljósmynd með aðdáendum frá Bandaríkjunum og Suður Kóreu sem áttu leið hjá. Þá segir Fricke Björk Guðmundsdóttur hafa verið fastagest á dansgólfum hátíðarinnar, þá sérstaklega á tónleikum Omars Souleyman og Ghostigital, hljómsveit Einars Arnar Benediktssonar. Fricke tekur það síðan sérstaklega fram að Björk hafi keypt Airwaves-armbandið sitt sjálf. Tónleikar þýsku sveitarinnar Kraftwerk heilluðu ritstjórann og segist hann hafa sérstaklega tekið eftir því á tónleikunum að forsprakkinn, Ralf Hütter, væri í raun á fullu að spila, en áður hafði hann haldið að tónleikarnir væru nánast settir í gang með því að þrýsta á hnapp. Af íslensku tónlistarmönnunum nefnir Fricke hljómsveitina Grísalappalísu, sem hann segir mögulega eiga eftir að slá í gegn. Hann var hrifinn af fyrrnefndri Ghostigital, sem hann segist varla getað ímyndað sér Airwaves-hátíð án. Þá var hann ánægður með tónleika Amiinu, sem hann segir hafa verið eins og frískandi hafgolu. Fricke virðist þó eitthvað hafa ruglast á nafni hljómsveitarinnar Strigaskór nr. 42. Í greininni kallar Fricke sveitina Armadillo, en það er einmitt nafn nýjustu plötu sveitarinnar. Trommuleikari sveitarinnar vakti sérstaka athygli Fricke, og líkir hann honum við Tommy Ramone úr Ramones og Lars Ulrich úr Metallica. Ekki amalegt það. Grein Fricke má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Fleiri fréttir Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira