Algjör sprenging á fjölda nýnema í tölvunarfræði Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. september 2013 21:13 Mikil eftirspurn er eftir tölvunarfræðingum og forriturum í atvinnulífinu. Að mati fagfólks hefur háskólasamfélagið ekki svarað kalli um hagnýta þekkingu í forritun en þetta er að breytast. Sprenging hefur orðið í fjölda nýnema í tölvunarfræði á háskólastigi. Algjör sprenging á fjölda nýnema í tölvunarfræði sem kennd er á háskólastigi í bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Nýnemum í tölvunarfræði við HR fjölgað jafnt og þétt sl. fimm ár. Í ár voru þrefalt fleiri nýskráningar en fyrir fimm árum og hófu 443 nemendur nám við deildina í haust. „Það hefur verið mikið ákall um fjölgun í iðnaðinum og við höfum verið að gera mjög mikið til þess að reyna að auka áhuga ungs fólks á því að fara í þetta fag, tækninám almennt og upplýsingatækni,“ segir Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Starfsfólk í upplýsingatæknigeiranum segir að háskólasamfélagið hafi ekki í nægilega ríkum mæli svarað kalli atvinnulífsins með áherslu á forritun, þ.e verklegri þekkingu. Ragnheiður Magnúsdóttir stýrir Hugsmiðjunni en hún hefur mikla reynslu úr upplýsingatækni. Það er forvitnilegt fyrir þá sem eru að horfa á þessa frétt í gegnum ADSL sjónvarp að hún stýrði einmitt uppbyggingu þess kerfis fyrir Símann. Það var tveggja milljarða króna verkefni. „Hingað til hefur verið svolítið mikið um það í bransanum að fólk er ekki með á hreinu að námið þarf að fylgja því sem er að gerast. Við erum í rauninni að ýta á háskólann, tækniskólann og jafnvel listaháskólann að setja meiri kröfur hvað varðar vefgreinarnar,“ segir Ragnheiður. Björn Þór Jónsson segir að þetta sé að breytast. Markmiðið sé að útskrifa fagfólk sem geti gengið beint í störf í þeirri tækni sem sé ráðandi hverju sinni. Mikil eftirspurn er eftir fólki með tækni- og vísindabakgrunn. Síðast í gær sögðum við frá því að 200 vísindastörf myndu skapst við Hátæknisetur Alvogen í Vatnsmýri. Fólk með þennan bakgrunn getur unnið hvar sem er og því þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir það að starfa á Íslandi. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira
Mikil eftirspurn er eftir tölvunarfræðingum og forriturum í atvinnulífinu. Að mati fagfólks hefur háskólasamfélagið ekki svarað kalli um hagnýta þekkingu í forritun en þetta er að breytast. Sprenging hefur orðið í fjölda nýnema í tölvunarfræði á háskólastigi. Algjör sprenging á fjölda nýnema í tölvunarfræði sem kennd er á háskólastigi í bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Nýnemum í tölvunarfræði við HR fjölgað jafnt og þétt sl. fimm ár. Í ár voru þrefalt fleiri nýskráningar en fyrir fimm árum og hófu 443 nemendur nám við deildina í haust. „Það hefur verið mikið ákall um fjölgun í iðnaðinum og við höfum verið að gera mjög mikið til þess að reyna að auka áhuga ungs fólks á því að fara í þetta fag, tækninám almennt og upplýsingatækni,“ segir Björn Þór Jónsson, deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík. Starfsfólk í upplýsingatæknigeiranum segir að háskólasamfélagið hafi ekki í nægilega ríkum mæli svarað kalli atvinnulífsins með áherslu á forritun, þ.e verklegri þekkingu. Ragnheiður Magnúsdóttir stýrir Hugsmiðjunni en hún hefur mikla reynslu úr upplýsingatækni. Það er forvitnilegt fyrir þá sem eru að horfa á þessa frétt í gegnum ADSL sjónvarp að hún stýrði einmitt uppbyggingu þess kerfis fyrir Símann. Það var tveggja milljarða króna verkefni. „Hingað til hefur verið svolítið mikið um það í bransanum að fólk er ekki með á hreinu að námið þarf að fylgja því sem er að gerast. Við erum í rauninni að ýta á háskólann, tækniskólann og jafnvel listaháskólann að setja meiri kröfur hvað varðar vefgreinarnar,“ segir Ragnheiður. Björn Þór Jónsson segir að þetta sé að breytast. Markmiðið sé að útskrifa fagfólk sem geti gengið beint í störf í þeirri tækni sem sé ráðandi hverju sinni. Mikil eftirspurn er eftir fólki með tækni- og vísindabakgrunn. Síðast í gær sögðum við frá því að 200 vísindastörf myndu skapst við Hátæknisetur Alvogen í Vatnsmýri. Fólk með þennan bakgrunn getur unnið hvar sem er og því þarf að gera það eftirsóknarvert fyrir það að starfa á Íslandi.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjá meira