Hætta kannabisneyslu með aldrinum og aukinni ábyrgð Þorgils Jónsson skrifar 21. september 2013 07:00 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði, segir niðurstöður rannsókna sýna að kannabisneysla sé ekki eins almenn og mætti ráða af fjölda frétta af aðgerðum lögreglu gegn framleiðslu og sölu slíkra efna. Líklegra er að það sé til vitnis um góðan árangur lögreglu og að hún hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Fréttablaðið/GVA Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“ Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson Reglubundin neysla kannabisefna á Íslandi er óveruleg og að mestu leyti bundin við yngri aldurshópa. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Neysla virðist hverfa úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð. Helgi bætir því við að sínar rannsóknir rími vel við niðurstöður könnunar sem gerð var fyrir Landlæknisembættið og Fréttablaðið sagði frá í gær. Í nýju könnuninni kemur fram að rúmur þriðjungur landsmanna á aldrinum 18 til 67 ára hafi einhvern tíma á ævinni neytt kannabisefna. Í nýjustu rannsókn Helga sagðist hins vegar fjórðungur svarenda hafa neytt slíkra efna. „Í báðum rannsóknum sjáum við ákveðna fjölgun þeirra sem hafa prófað kannabis,“ segir Helgi. „Þeir hjá Landlækni fá hærri tölu en ég en það gæti verið vanmat hjá mér sem liggur í framkvæmd kannana. Þegar við skoðum reglulega neytendur fæ ég mjög svipaða niðurstöðu.“ Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Sveinbjörn Kristjánsson, sérfræðingur hjá Landlæknisembættinu, að hópur reglubundinna neytenda væri þó ekki stór. Helgi segir það einnig styðja sínar rannsóknir. „Það sem þetta segir okkur í raun er að þetta er jaðaratferli. Þótt margir prófi, hvort sem er af tilraunamennsku eða forvitni, er regluleg kannabisneysla í samfélaginu í sjálfu sér óveruleg og bundin við ákveðna hópa; mest yngri aldurshópa, en mælist varla á fullorðinsárum.“ Helgi segir að rannsóknirnar sýni báðar fram á að reglubundin neysla sé tímabundin. „Fólk prófar þetta kannski og gerir aftur örsjaldan, yfir einhvern tíma, en flestir virðast vaxa frá þessu. Þetta virðist detta út úr lífsstíl fólks með aukinni ábyrgð.“ Sveinbjörn sagði í blaðinu í gær að umræðan um kannabisræktun og -neyslu hér á landi síðustu misseri gæti gefið til kynna að neysla væri mun almennari en hún í rauninni er. Helgi tekur undir þau sjónarmið. „Það er bara ekki svo. Í umræðunni hefur mikið farið fyrir fréttum af því að lögregla hafi fundið hundruð kannabisplantna. Af þessum mælingum má kannski helst ráða að lögreglan sé að standa sig afar vel í þessum málum og hafi góða yfirsýn yfir markaðinn.“ Í könnun Landlæknisembættisins var einnig spurt um afstöðu til lögleiðingar kannabisefna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að almenn andstaða við lögleiðingu hafi dvínað frá síðustu könnun, árið 2003, úr 87% niður í 78%. Helgi segir að þrátt fyrir þetta sé enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. „Það er enn mikil andstaða í samfélaginu við lögleiðingu. Það er líka ekki þannig að stjórnvöld standi ein heldur nær þessi andstaða allt niður í grasrótina.“
Mest lesið Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira