FBI tók piltinn með sér til Washington VG skrifar 5. febrúar 2013 11:50 Pilturinn gekk inn í sendiráðið og sagðist hafa upplýsingar um yfirvofandi tölvuárás. Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra" Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Maðurinn sem FBI yfirheyrði var fluttur af landi brott eftir að innanríkisráðuneytið tjáði fulltrúum alríkislögreglunnar að þeir væru ekki velkomnir hér á landi. Hann var svo yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar í Washington samkvæmt heimildum Vísis. Kristinn Hrafnsson greindi frá því í Kastljósi í síðustu viku að fulltrúar alríkislögreglunnar hefðu verið hér á landi við rannsóknir á WikiLeaks í ágúst 2011. Innanríkisráðherra staðfesti það í samtali við Vísi sama dag og sagði þá að þegar hann varð áskynja þess að fulltrúarnir væru hér á landi hefði öllu samstarfi við þá verið slitið. Í sameiginlegri tilkynningu frá ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara, sem send var á fjölmiðla í gær, kom fram að ástæðan fyrir veru alríkislögreglunnar hér á landi hefði verið yfirvofandi tölvuárás á íslenska stjórnarráðið. Þá kom ennfremur fram í tilkynningunni að maður hefði gefið sig fram í bandaríska sendiráðið vegna upplýsinga um WikiLeaks og tölvuárásarinnar. Fulltrúar FBI yfirheyrðu manninn, sem er tvítugur samkvæmt heimildum Vísis, í fimm daga eftir að innanríkisráðuneytið hafði hafnað svokallaðri réttarbeiðni um samstarf á milli FBI og íslenskra löggæslustofnanna. Yfirheyrslurnar munu hafa farið fram á hótelum víða um Reykjavík en aldrei í bandaríska sendiráðinu. Þann 30 ágúst upplýstu FBI fulltrúarnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara að utanríkis- og innanríkisráðuneytið hefði tjáð sér þá ósk að FBI ræddi ekki frekar við piltinn hér á landi auk þess sem vera þeirra hér á landi væri talin óæskileg. Í framhaldinu yfirgáfu þeir landið. Aftur á móti tóku þeir piltinn með sér og flugu með hann til Washington þar sem hann var yfirheyrður í fjóra daga til viðbótar. Pilturinn mun hafa farið með þeim af fúsum og frjálsum vilja. Eftir að yfirheyrslum var lokið var piltinum sleppt lausum og honum flogið heim til Íslands. Össur Skarphéðinsson segir í samtali við Fréttablaðið í dag að vera FBI hefði verið ólögleg. Hann segir markmið ráðuneytanna hafa verið að vernda piltinn sem þeir töldu að áttaði sig ekki á afleiðingum þess sem hann gerði. Og Össur bætti við: „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ekki hefur enn náðst í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra vegna málsins en hann er staddur í Kína. Þaðan er þó að vænta greinargerðar um málið samvæmt Katrínu Jakobsdóttur, sitjandi innanríkisráðherra"
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira