Nýju framboðin höfða til yngri kjósenda Hrund Þórsdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:30 Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum." Kosningar 2013 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira
Yngri kynslóðir og fjölskyldufólk hafna gömlu stjórnmálaflokkunum og leita á ný mið í næstu kosningum, samkvæmt niðurstöðum nýrrar fylgiskönnunar Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Nærri þriðjungur kjósenda undir fimmtugu gefur nýju framboðunum atkvæði sitt. Kjósendur voru spurðir hvaða lista þeir myndu kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag. Björt framtíð fær 8,3%, Framsóknarflokkurinn 40% og er aðeins einum þingmanni frá hreinum meirihluta, Sjálfstæðisflokkurinn fær 17,8%, Samfylkingin 9,5%, Vinstri græn 5,6%, sem er jafnmikið og Píratar fá. Ef einungis eru skoðaðir kjósendur 49 ára og yngri fær Björt framtíð hins vegar 10,7%, Framsóknarflokkurinn 41,6%, Sjálfstæðisflokkurinn 15,2%, Samfylkingin 7,5%, Vinstri græn 4,2% og Píratar 8%. „Þessar tölur hljóta að vekja upp spurningar um hið pólitíska landslag og framtíð fjórflokksins. Píratar fá til dæmis tvöfalt meira fylgi en Vinstri græn, hjá kjósendum undir fimmtugu," segir stjórnmálafræðingurinn Gunnar Helgi Kristinsson. „Fyrir ungt fólk sem er að leita sér að róttækum valkosti í stjórmálum þá er hið hefðbundna vinstri Vinstri grænna ekki endilega það sem höfðar til þeirra heldur meira kannski stjórnleysishugmyndir Pírata." Gunnar segir að það taki tíma fyrir stjórnmálaflokka að ávinna sér hollustu kjósenda og að ungir kjósendur séu yfirleitt lausari í rásinni. „Það sem er kannski óvenjulegt er stærðargráðan á þessu, hvað það er í raun og veru stór hluti ungs fólk, alveg fimmtungur ungs fólks, sem ætlar að kjósa bara Pírata og Bjarta framtíð." Gunnar segir hluta óánægjunnar fara á einn gömlu fjórflokkanna, Framsóknarflokkinn, og að einkum fólk á skuldaaldrinum, á milli þrítugs og fimmtugs, virðist ætla að kjósa hann. „Íslenskir kjósendur sem urðu fyrir miklu áfalli með sitt stjórnmálakerfi árið 2008, þeir eru ekki búnir að jafna sig, þeir eru ekki búnir að fyrirgefa flokkunum."
Kosningar 2013 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Fleiri fréttir Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sjá meira