Erlent

Hinn fágaði David Beckham

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
David Beckham - ekki lengur gamli góði lágstéttardrengurinn.
David Beckham - ekki lengur gamli góði lágstéttardrengurinn.
David Beckham hefur verið undir nálarauga málvísindamanna við háskólann í Manchester og þeir þar hafa komist að því að málfar fótboltakappans hefur tekið stakkaskiptum. Hann hefur breytt málfari sínu og framburði að því er virðist til að virka síður lágstéttargaur; sem hann sé að svíkja stétt sína. Beckham var þekktur fyrir að tala cockney-ensku en það er liðin tíð.

Málvísindamennirnir rannsökuðu myndskeið þar sem finna má viðtöl við Beckham fyrir árið 2007, áður en hann fluttist til Los Angeles og svo eftir. Beckham sleppti því áður að bera fram Há-ið, „´im" í staðinn fyrir „him" og svo framvegis. En Há-ið er komið inn í málfar Beckhams af svo miklum krafti að stundum ber hann fram Há þar sem þess gerist ekki þörf. Beckham hljómar nú miklu fágaðari en hann gerði áður.

Sjálfstæð rannsókn var svo gerð á konu hans Victoríu, fyrrum Spice Girl-stúlku, en þar gegndi hún einmitt undir nafninu „Fágaða kryddið". Vicktoría stendur nú undir nafni; málfar hennar er talsvert mun fágaðara en áður var.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×