Ekki lengur ein og útskúfuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 17:23 Selma Björk hefur fengið ótal andstyggilegar athugasemdir um útlit sitt í gegnum tíðina Mynd/Selma Björk Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira