Ekki lengur ein og útskúfuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. september 2013 17:23 Selma Björk hefur fengið ótal andstyggilegar athugasemdir um útlit sitt í gegnum tíðina Mynd/Selma Björk Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Fjölmargir hafa sent Selmu Björk Hermannsdóttur falleg skilaboð í kjölfar greinar sem hún skrifaði um reynslu sína af einelti vegna fæðingargalla. Selma Björk fæddist með skarð í vör og hefur verið strítt á því alla ævi. Í dag er Selma orðin 16 ára og komin í framhaldsskóla en er enn strítt vegna útlits síns. „Það er ótrúlegt að ég sat hérna á föstudaginn eftir skóla og mér fannst ég ein og útskúfuð. Ég var svo einmana og svo þreytt. Svo skrifaði ég þetta og kvöldið eftir sé ég að yfir níu þúsund manns hafa líkað við greinina. Það er ótrúlegt að finna fyrir þessum stuðningi eftir allt sem hefur verið sagt og gert. Mér líður eins og í fyrsta skipti sé ég ekki ein,“ segir Selma Björk.Selma Björk lét þessa mynd fylgja greininni þar sem hún er ómáluð en hún hefur ekki farið út úr húsi í mörg ár án þess að hylja örið með farða.Mynd/Selma BjörkSelma skrapp út í dag og á einum klukkutíma fékk Selma 46 skilaboð og 36 vinabeiðnir á Facebook. Módelskrifstofur hafa haft samband og vilja fá hana á skrá og hún hefur verið beðin um að segja sögu sína á tónleikunum Rjúfum þögnina á Akureyri sem eru sérstaklega haldnir til styrktar baráttunni gegn einelti. „Ég hef fengið fjölmörg skilaboð þar sem mér er sagt að ég sé hugrökk og gullfalleg eins og ég er. Aðrar stelpur með fæðingargalla hafa haft samband, þar á meðal ein sem lét taka fæðingarblett af maganum. Hún lét að lokum fjarlægja blettinn því hún þorði ekki í sund út af honum. Hún sagði að hún vildi að hún væri enn með hann og að hún væri jafn sterk og ég,“ segir Selma Björk. Vænst þykir Selmu um skilaboð sem hún fékk frá einum geranda í eineltinu. „Ég fékk skilaboð frá stráknum sem ég segi frá í greininni. Þessum sem henti litla bróður mínum í götuna þegar hann ætlaði að verja mig. Hann sagðist sjá mikið eftir þessu og að hann ætlaðist ekki til að ég fyrirgæfi honum en auðvitað fyrirgef ég honum.“ Selma segist ekki hafa viljað nafngreina neinn í greininni enda hafi hún enga þörf á því. Henni finnst nóg að gerendur eineltis finni sökina sjálfir og breyti hegðun sinni í kjölfarið. Margir sem hafa strítt Selmu og gert henni lífið leitt undanfarin ár hafa líkað við grein hennar og jafnvel deilt henni á Facebook-síðum sínum. Það sýnir henni að þeir hafi náð skilaboðunum sem gleður hana og veitir henni styrk.Selma Björk segist hafa fengið fjölmörg skilaboð frá fólki síðasta sólarhring.Mynd/selma björk
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira