Sóknargjöld nýs trúfélags til heilbrigðismála Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 15:47 Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér. Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður Heilbrigðisnefndar Reykjavíkur, hefur ákveðið að stofna trúfélag. Hún segist þurfa 200 manns til að hugmyndin geti farið lengra en hún trúir að eigin sögn af heilum hug á mátt læknavísindanna, röntgentækni, blóðprufur og sneiðmyndir. Hún trúir því að starfsfólk heilbrigðisgeirans vinni af heilum hug og ef henni tekst að stofna trúfélag á þessum grunni stingur hún upp á því að sóknargjöld renni til tækjakaupa. „Þetta er hugmynd sem kviknaði í gær þegar ég var að tala við vinkonu mína sem er lögfræðingur,“ segir Kristín í samtali við Vísi. „Við áttum okkur kannski ekki á því en við tölum um að trúa eða trúa ekki á læknavísindin. Með því að það sé ekki sjálfsagt má í raun segja að trú á læknavísindi séu trúarbrögð.“ Að sögn Kristínar þarf trúfélagið að uppfylla ýmis önnur skilyrði en mannfjöldann en viðbrögð hafa verið góð og nú þegar hafa um 80 manns lýst yfir áhuga á þátttöku. „Ég held að tímasetningin spili inn í. Fólk upplifir ósanngirni í því að kirkjan fái of mikið og um leið sé skorið niður í heilbrigðismálum. Það er verið að styrkja eina stofnun sem lítill hluti fólks trúir raunverulega á, en langflestir trúa á læknavísindin. Enda held ég að mun fleiri fari reglulega til læknis en í kirkju.“Hvorki gjörningur né djók Þegar lágmarksfjöldi þátttakenda næst segir Kristín rökrétt næsta skref að boða til fundar, setja skýr markmið og reglur, og vinna í þeim skilyrðum að fá trúfélagið formlega skráð. Aðspurð hvort hún viti af sambærilegum trúfélögum erlendis segist Kristín ekki hafa hugmynd um það. „Ég er ekki einu sinni búin að athuga það. Fæstar hugmyndir eru reyndar það frumlegar að þær eigi sér ekki hliðstæðu einhvers staðar. En ég veit heldur ekkert hvort kerfin séu eins. Það er sérstakt að það sé gert ráð fyrir því að þú greiðir sóknargjöld.“ Kristín tekur það skýrt fram að fyrirætlanir sínar séu ekki grín. „Það hafa auðvitað margir reynt að skrá trúfélög í einhverju djóki, en þetta er hvorki djók, ádeila á kirkjuna eða gjörningur. Með þessu gæfist fólki tækifæri á að láta sóknargjöldin renna til heilbrigðiskerfisins, sem er kostur sem margir telja fýsilegan.“Áhugasamir geta skráð sig á lista Læknavísindakirkjunnar hér.
Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira