Ekki verði réttað í pólitískum álitamálum Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2013 22:30 Úr landsdómi - Þó að ályktun Evrópuráðsþingsins tiltaki ekki Landsdómsmálið er hún að miklu leyti byggð á því. Fréttablaðið/GVA Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða verknaði með sama hætti og óbreyttir borgarar, fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar þingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni. Landsdómur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Evrópuráðsþingið hefur staðfest ályktun laga- og mannréttindanefndar þess um að stjórnmálamenn verði verndaðir fyrir ákærum vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku í embætti sem kjörnir fulltrúar, en tilefnið er m.a Landsdómsréttarhöldin gegn Geir Haarde. Evrópuráðsþingið samþykkti í dag þessa þingsályktun sem byggð er á drögum hollenska þingmannsins Pieter Omtzigt sem lögð voru fram í laga- og mannréttindanefnd þingsins. Evrópuráðsþingið ályktar að lýðræðið og réttarríkið krefjist þess að stjórnmálamenn séu verndaðir fyrir því að verða ákærðir vegna pólitískra ákvarðana sem þeir tóku sem kjörnir fulltrúar í embætti. Ekki eigi að nota opinber réttarhöld til að hegna fyrir pólitísk mistök eða ágreining og stjórnmálamenn eigi að svara til saka fyrir refsiverða verknaði með sama hætti og óbreyttir borgarar, fyrir almennum dómstólum. Pólitískar ákvarðanir eigi að sæta pólitískri ábyrgð þar verk eru lögð í endanlegan dóm kjósenda. Þá ályktar þingið að sérstakar reglur um lögsóknir á hendur ráðherrum megi ekki ganga í berhögg við grundvallarreglur réttarríkisins. Evrópuráðsþingið beinir jafnframt þeim tilmælum til aðildarríkja Evrópuráðsins að nota ekki réttarkerfið í ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum. Ekki er minnst berum orðum á Landsdómsmálið í sjálfri ályktuninni, en hún er að miklu leyti byggð á skýrslu Pieter Omtzigt í laga og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins og er sérstaklega vitnað í skýrslu hans. Þá fylgir hún með sem viðhengi, en Omtzigt fjallaði mikið um Geir Haarde og Landsdómsmálið í skýrslunni. Þannig virðist skýrsla Omtzigt hafa orðið ofan á, þrátt fyrir sérálit Þuríðar Backman í nefndinni.
Landsdómur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira