Flest lögin fjalla um eina stelpu Freyr Bjarnason skrifar 12. október 2013 09:00 Fyrsta lag Steinars, Up, hefur fengið góðar viðtökur bæði í útvarpinu og á Youtube. fréttablaðið/arnþór Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“ Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Átján ára poppari úr Verslunarskóla Íslands, Steinar Baldursson, sendir í nóvember frá sér sína fyrstu plötu. Hún kemur út undir listamannsnafninu Steinar og er það Sena sem gefur út. „Ég samdi fullt af lögum heima hjá mér og ákvað að gera úr því plötu,“ segir Steinar. „Ég fór til manns sem heitir Kristinn Snær Agnarsson og hann kynnti mig fyrir Stefáni Erni Gunnlaugssyni. Seinna meir kynntist ég Redd Lights og úr því samstarfi varð þessi plata,“ segir Steinar, sem samdi í framhaldinu við Senu. Upptökuteymið Redd Lights hefur áður unnið með Páli Óskari, Friðriki Dór, Blaz Roca og Steinda Jr. Fyrsta lagið af plötunni, Up, er komið í spilun á öllum helstu útvarpsstöðvunum og það hefur verið skoðað um sextán þúsund sinnum á Youtube. Aðspurður segir Steinar viðbrögðin hafa verið framar vonum. „Ég var að vonast til að einhverjir myndu hlusta en ég ætlaði eiginlega aldrei að gefa þetta út, þannig að ég bjóst ekki við neinu sérstöku.“ Spurður út í nýja lagið segir hann: „Eins væmið og það hljómar þá eru flest lögin á plötunni um eina stelpu. Ég hef haldið því leyndu hver það er en þeir sem hlusta á plötuna í heild sinni geta mögulega fundið það út.“
Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira