Annþór og Börkur treysta ekki íslenskum matsmönnum 10. september 2013 07:00 Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma fyrir hrottalegar líkamsárásir. Þeir hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þar hefur málið ekki verið tekið fyrir.Fréttablaðið/anton Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna. Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna.
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira