Annþór og Börkur treysta ekki íslenskum matsmönnum 10. september 2013 07:00 Annþór og Börkur afplána nú sjö og sex ára fangelsisdóma fyrir hrottalegar líkamsárásir. Þeir hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Þar hefur málið ekki verið tekið fyrir.Fréttablaðið/anton Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna. Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Verjendur Annþórs Kristjáns Karlssonar og Barkar Birgissonar treysta því ekki að íslenskir sérfræðingar gæti hlutlægni í í máli þar sem tvímenningarnir eru sakaðir um líkamsárás á Litla-Hrauni sem leiddi til dauða. Þeir hafa þess vegna farið fram á yfir- og endurmat erlendra sérfræðinga á rannsóknarniðurstöðum þeirra íslensku. Annþór og Börkur sæta ákæru fyrir að hafa ráðist á samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni í maí í fyrra með þeim afleiðingum að milta hans rofnaði og hann lést í kjölfarið. Þeir neita sök. Við síðustu fyrirtöku málsins lögðu verjendurnir fram þríþætta kröfu: Í fyrsta lagi vilja þeir fá aðgang að öllum málsskjölum, líka þeim sem lögregla telur að hafi ekki þýðingu í málinu. Í öðru lagi krefjast þeir þess að þýskur réttarmeinafræðingur sem þeir hafa sett sig í samband við vinni endurmat á niðurstöðum Þóru Steffensen, íslensks réttarmeinafræðings sem er búsettur í Bandaríkjunum. Hún var fengin að málinu til að skerpa á niðurstöðum annars þýsks réttarmeinafræðings sem fyrstur rannsakaði lík Sigurðar. Í þriðja lagi krefjast þeir að erlendur sálfræðingur verði fenginn til að vinna svokallað yfirmat á sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar, sem rýndu í atferli og samskipti fanga á upptökum úr öryggismyndavélum. „Við verjendurnir teljum að það sé ekki hægt að tryggja hundrað prósent hlutleysi innlendra sérfræðinga og því sé algjörlega nauðsynlegt að erlendir sérfræðingar verði fengnir til að gera matsskýrslur sem á að byggja á í málinu,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs. Svo illa þokkaðir séu sakborningarnir í íslensku samfélagi. „Þeir eru það vel þekktir á Íslandi og hafa nú ekki almenningsálitið með sér, blessaðir.“ Með þessu séu þeir ekki að draga fagmennsku íslensku sérfræðinganna í efa. „En okkur þykir tryggilegra að þarna komi að erlendir aðilar sem hafi ekki grænan grun um þá sem slíka.“ Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson mun í dag taka afstöðu til krafnanna.
Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira