27 þúsund styðja níu framboð - þau ná samt engum manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:33 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“ Kosningar 2013 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“
Kosningar 2013 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira