Hinsegin dagar á Íslandi einstakir Hrund Þórsdóttir skrifar 6. ágúst 2013 18:50 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fimmtánda sinn. Í fyrstu var þetta eins dags hátíð með um 1500 gestum en nú stendur dagskráin í sex daga og búist er við að um hundrað þúsund manns taki þátt. Í dagskrá Hinsegin daga er af nógu að taka en hana má nálgast í bæklingi sem víða liggur frammi og á netsíðunni reykjavikpride.com. Hátíðin hefst á menningarlegum nótum og farið verður í sögugöngu um miðborgina í kvöld, dagskráin nær síðan hápunkti með Gleðigöngunni á laugardaginn. „En svo eru óteljandi litlir viðburðir sem snerta mann kannski dýpra og eru mikilvægari en engu að síður er gleðigangan partýið í dagskránni,“ segir Eva María Þórarinsdóttir, formaður Hinsegin daga. Göngu- og öryggisstjórn Gleðigöngunnar fundaði í húsnæði Samtakanna 78 í dag og þar hangir uppi ljósmyndasýning sem sýnir tvær fyrstu göngurnar, árin 1993 og 1994. „Og öll gangan er jafnstór og lítið atriði í dag í göngunni, um 50 manns kannski. Þetta sýnir hversu afskaplega hröð þróunin hefur verið en við vitum líka að ef við pössum ekki upp á þetta sjálf getum við tekið skref aftur á bak,“ segir Eva. Í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu er kaupfélag Hinsegin daga og þar er seldur ýmiss regnbogavarningur auk miða á viðburði hátíðarinnar. Ein af nýjungunum í ár er ball fyrir ungmenni undir tvítugu sem Eva segir að mætti sinna betur. „Þetta eru krakkar sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref út úr skápnum og eru viðkvæm og hrædd.“ Hún segir Gleðigönguna á Íslandi einstaka því allir séu velkomnir. Þá sé hún leið hinsegin samfélagsins til að þakka fyrir sig. Eva býst við að gangan verði á pólitískum nótum í ár. „Við erum ekki ein í heiminum og við berum ábyrgð á því að hjálpa þeim sem kannski lifa ekki við eins góðar aðstæður og við gerum á Íslandi,“ segir Eva að lokum.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira