Lögreglan rannsakar Deildu Lovísa Eiríksdóttir skrifar 9. ágúst 2013 07:30 Baltasar Kormákur segir að niðurhalið muni á endanum eyðileggja íslenska kvikmyndagerð. Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar að setja aukinn kraft í rannsókn sína á vefsíðunni Deildu.net eftir að eigandi hennar ákvað að heimila niðurhal á íslenskum kvikmyndum og þáttum. Notendum síðunnar stendur nú til boða að sækja sér tugi íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu og eru nú fimm íslensk efni á topp tíu vinsældarlista síðunnar. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu af Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem þyngir málið umtalsvert. Kynferðis- og fíkniefnabrotamál eru í forgangi hjá lögreglunni og því hefur rannsókn á auðgunarmálum eins og þessum tafist,“ segir Grímur Grímsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur bendir þó á að málið sé litið alvarlegum augum og að mikilvægt sé að rannsaka starfsemi síðunnar nánar. Hann segir að ákvörðun eigenda Deildu.net muni setja aukinn kraft í rannsókn málsins og að mikilvægt sé að lögregla fari að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Kvikmyndin Djúpið er í fyrsta sætinu á vinsældarlistanum á Deildu og í gær voru um 5.000 manns búnir að hala myndinni niður. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, segist ekki skilja hvernig eigandi vefsíðunnar réttlætir ákvörðun sína. „Ég skil netið að mörgu leyti en ég get ekki skilið af hverju það er allt í einu orðið í lagi að stela eignum annarra.“ Baltasar telur að með þessu sé í raun búið að hafa af sér DVD-markaðinn að miklu leyti, en kvikmyndin á að koma út á DVD á þessu ári. „Ég velti því fyrir mér hvort þessum manni þætti í lagi ef ég myndi leigja út íbúðina hans eða bjóða fólki að vera þar.“ Baltasar bendir á að þó að þessi gjörningur hafi ekki hlutfallslega mikil áhrif á hann persónulega þá hafi þetta gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð almennt. „Flestir sem gera kvikmyndir á Íslandi hafa beinar tekjur af sölu kvikmyndanna,“ segir Baltasar og bætir við að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu. „Þróun sem þessi á eftir að eyðileggja íslenska kvikmyndagerð á endanum.“ Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ætlar að setja aukinn kraft í rannsókn sína á vefsíðunni Deildu.net eftir að eigandi hennar ákvað að heimila niðurhal á íslenskum kvikmyndum og þáttum. Notendum síðunnar stendur nú til boða að sækja sér tugi íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta á netinu og eru nú fimm íslensk efni á topp tíu vinsældarlista síðunnar. Í byrjun árs 2012 var starfsemi síðunnar kærð til lögreglu af Samtökum myndrétthafa á Íslandi (SMÁÍS) en ekkert hefur verið aðhafst í málinu. „Vefsíðan er vistuð erlendis, sem þyngir málið umtalsvert. Kynferðis- og fíkniefnabrotamál eru í forgangi hjá lögreglunni og því hefur rannsókn á auðgunarmálum eins og þessum tafist,“ segir Grímur Grímsson hjá auðgunarbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Grímur bendir þó á að málið sé litið alvarlegum augum og að mikilvægt sé að rannsaka starfsemi síðunnar nánar. Hann segir að ákvörðun eigenda Deildu.net muni setja aukinn kraft í rannsókn málsins og að mikilvægt sé að lögregla fari að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Kvikmyndin Djúpið er í fyrsta sætinu á vinsældarlistanum á Deildu og í gær voru um 5.000 manns búnir að hala myndinni niður. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, segist ekki skilja hvernig eigandi vefsíðunnar réttlætir ákvörðun sína. „Ég skil netið að mörgu leyti en ég get ekki skilið af hverju það er allt í einu orðið í lagi að stela eignum annarra.“ Baltasar telur að með þessu sé í raun búið að hafa af sér DVD-markaðinn að miklu leyti, en kvikmyndin á að koma út á DVD á þessu ári. „Ég velti því fyrir mér hvort þessum manni þætti í lagi ef ég myndi leigja út íbúðina hans eða bjóða fólki að vera þar.“ Baltasar bendir á að þó að þessi gjörningur hafi ekki hlutfallslega mikil áhrif á hann persónulega þá hafi þetta gríðarleg áhrif á íslenska kvikmyndagerð almennt. „Flestir sem gera kvikmyndir á Íslandi hafa beinar tekjur af sölu kvikmyndanna,“ segir Baltasar og bætir við að nauðsynlegt sé að finna lausn á málinu. „Þróun sem þessi á eftir að eyðileggja íslenska kvikmyndagerð á endanum.“
Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira