Tugmilljóna tjón hjá GK Reykjavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. nóvember 2013 19:22 Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira