Fótbolti

Jón Daði skoraði í tapi gegn Íslendingaliðinu Sarpsborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking.
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking.
Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Viking, skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Christian Brink, leikmaður Sarpsborg, skoraði fyrsta mark leiksins á 42. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Þórarinssyni. Jón Daði Böðvarsson jafnaði metin fyrir Viking tíu mínútum síðar en aðeins einni mínútu síðar skoraði Martin Wiig sigurmarkið fyrir Sarpsborg.

Indriði Sigurðsson fór meiddur af velli eftir tæplega tuttugu mínútna leik og þar missti Viking fyrirliðann sinn af velli. Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg en Þórarinn Ingi Valdimarsson var tekinn af velli 25 mínútum fyrir leikslok. Jón Daði fór af velli á 62. mínútu leikins.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn fyrir Sarpsborg og Þórarinn Ingi Valdimarsson fram á 66. mínútu. Jón Daði lék fram á 62. mínútu fyrir Viking.

Steinþór Freyr Þorsteinsson lék allan leikinn fyrir Sandnes Ulf í 1-0 tapi gegn Aalesund og hafa þeir ekki enn náð í stig í deildinni eftir tvær umferðir.

Brann tapaði 4-0 fyrir Rosenborg en Birkir Már Sævarsson var allan leikinn inná vellinum fyrir Brann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×