Enski boltinn

Warnock rekinn frá Leeds

Stefán Árni Pálsson skrifar
Neil Warnock
Neil Warnock Mynd. / Getty Images
Neil Warnock var í kvöld rekinn sem knattspyrnustjóri Leeds eftir að liðið hafði tapað, 2-1, fyrir Derby í ensku B-deildinni.

Neil Redfearn, varaliðsþjálfari Leeds, mun stjórna liðinu út tímabilið en Leeds United er í 12. sæti deildarinnar með 52 stig, sjö stigum á eftir sætinu sem gefur umspilsrétt um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Warnock tók við liðinu árið 2012 og hafði aðeins stýrt liðinu í rúmlega eitt ár þegar hann var látinn fara í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×