Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 15:05 „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín . Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín .
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira