Lögspekingar telja rétt að bíða eftir niðurstöðu dóms Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 21. október 2013 15:05 „Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín . Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Ef ég fengi því ráðið, myndi ég bíða eftir dómi í málinu,“ segir Sigurður Líndal, lagaprófessor um aðgerðirnar í Gálgahrauni. Hann segir að í málinu séu ýmist vafamál og því farsælast að bíða eftir niðurstöðu dómstóla. Þannig að það sé alveg á hreinu hvað sé heimilt og hvað ekki. Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögmaður tekur undir þessi orð Sigurðar. „Það er fullkomlega eðlilegt að það sé beðið eftir niðurstöðu dómstóla.“ Hún nefnir að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, hafi í viðtali við Kastljós um daginn, sagt að um 90 prósent íbúa á Álftanesi vildu fá þennan veg. Engar skoðunarkannanir hafi þó verið gerðar sem hægt sé að vísa í. Eins og málið sé í dag, komið í þennan hnút, verði einhver óháður aðili að stíga inn og taka ákvörðun. Hún segist telja að náttúruverndarsinnarnir myndu una endanlegri niðurstöðu dómstóla sama hver hún verður. Vandamálið þarna sé, eins og Ómar Ragnarsson sagði í samtali við Vísi áðan, að það er verið að skemma hraunið áður en niðurstaða fæst. Til þess séu úrræði á borð við lögbann, sem hafi ekki nýst í þessu tilviki. Þegar búið er að gera óafturkræfan skaða, sé til lítils að fá dómsniðurstöðu eftir á sem staðfestir ólögmæti. „Ég dáist að þeim sem standa í þessu, fólk á að geta borið svona mál fyrir dómstóla og hvort að aðgerðir sem þessar sem ógna náttúrunni standist lög,“ segir Katrín. Katrín minnir á Árósarsamninginn, sem Íslendingar undirrituðu fyrir 15 árum síðan. Samkvæmt honum á almenningur rétt á því að láta reyna á réttmæti aðgerða sem varða náttúruna. Á Íslandi virðist slíkt ekki reynast í framkvæmd þar sem dómstólar hafa ítrekað dæmt að fólk sem höfðar slík mál, eigi ekki lögarða hagsmuni. „Það er ekki gott að það sé búið að útiloka að náttúran eigi sér einhverja talsmenn, sem vilji vernda hana,“ segir Katrín .
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira