Lesblind börn læra lestur með hundum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 10. ágúst 2013 08:30 Óhefðbundið Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust. Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Verkefni þar sem börn með lestrarörðugleika lásu fyrir hunda sló í gegn á Seltjarnarnesi í vetur. „Við fengum helstu upplýsingar um persónuleika barnanna og Brynja Tomer, sem er algjör hundasérfræðingur, paraði hunda og börn samkvæmt því,“ segir Margrét Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi og forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Selsins á Seltjarnarnesi. Margrét, ásamt Brynju, fór af stað með verkefnið í samstarfi við yfirvöld Valhúsaskóla eftir að henni barst til eyrna að slíkt hefði gefist vel í Bandaríkjunum. Fjögur börn, fjórir hundar og hundaeigendur voru fengin til þátttöku. „Við vinnum þetta verkefni á þeim forsendum að það sé ekki verið að leiðrétta barnið.“ Þegar barn er sífellt leiðrétt myndast stress við að ná hverju einasta orði réttu og skilningur á samhengi textans týnist. „Þetta er svo dásamlegt. Hundarnir mæna bara á börnin. Þeir eru ekkert að leiðrétta heldur dá þau,“ útskýrir Margrét. Hundaeigendurnir voru einnig lykilaðilar í verkefninu. Ef upp kom orð sem ekki telst í orðaforða tíu ára barns útskýrði það, með hjálp eigandans, merkingu orðsins fyrir hundinum. „Það er lestrarskali í skólum sem öll börn eru mæld eftir og öll börnin fjögur höfðu færst ofar á honum,“ segir Margrét um niðurstöður verkefnisins. „Eitt barn sem vildi aldrei lesa heima þegar við byrjuðum í þessu var í lok verkefnisins byrjað að fara upp í rúm og lesa sjálft. Annað barn, sem átti annað gæludýr heima en hund, var byrjað að lesa fyrir það gæludýr.“Margrét Sigurðardóttir„Ég er mjög stolt af þessu og af hópnum okkar öllum. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein.“ Margrét segir afar mikilvægt, ef fleiri hafa áhuga á að ráðast í slíkt verkefni, að það fari í gegnum samtökin Vigdís, vinir gæludýra á Íslandi, til þess að rétt sé að því staðið. „Verkefnið kemur frá samtökum að nafni R.E.A.D., Reading Education Assistance Dogs, sem hefur haldið námskeið fyrir okkur,“ útskýrir hún. „Þetta var svo fallegt verkefni, ég var alltaf með gæsahúð,“ segir Margrét og bætir við að það séu engar ýkjur. „Börnin komu yfir til okkar í félagsmiðstöðina á handahlaupum.“ Til stendur að halda áfram með verkefnið í haust.
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira