Enski boltinn

Wenger: Eitt flottasta mark sem ég hef séð

Sigmar Sigfússon skrifar
Jack Wilshere
Jack Wilshere
Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir góðan, 4-1, sigur á Norwich í gær. Mörkin sem Arsenal skoraði í leiknum voru einkar glæsileg og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri, sagði að fyrsta markið hafi verið eitt það flottasta sem hann hafi séð.

„Öll mörkin voru glæsileg en fyrsta markið var einstakt og virkileg vel spilað,“ sagði Wenger um opnunarmarkið sem Wilshere skoraði.

Jack Wilshere skoraði markið á 18. mínútu eftir frábært spil á milli Cazorla, Giroud og Wilshere.

„þetta er eitt af flottustu mörkum sem ég hef séð liðið skora. Ég naut þess að sjá það þar sem þetta var mark sem liðsheildin skapaði,“ sagði Wenger.

Santi Cazorla, miðjumaður Arsenal, var að leika sinn fyrsta leik eftir meiðsli og kom sterkur inn í lið Arsenal í gær. Arsenal er að byrja tímabilið afar vel og Skytturnar líta vel út í upphafi tímabilsins.

Mesut Özil skoraði tvö mörk í leiknum og Aaron Ramsey eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×