Krefst milljóna fyrir handtökur við sendiráð Stígur Helgason skrifar 12. september 2013 07:00 Lárus brá sér enn á ný á Laufásveginn í gær og sat fyrir á mynd ofan á blómakerjunum umdeildu, undir vökulum augum sendiráðsvarðanna. Fréttablaðið/Vilhelm Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um. Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Lárus Páll Birgisson sjúkraliði hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu tveggja og hálfrar milljónar króna í skaðabætur vegna þess að lögregla handtók hann í tvígang fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg, fyrst í október 2009 og síðan í nóvember 2010. Bæði atvikin leiddu til dóms yfir Lárusi fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Í fyrra skiptið var honum ekki gerð sérstök refsing en þurfti að greiða 200 þúsund króna málsvarnarlaun verjanda síns. Í það síðara varði hann sig sjálfur en var refsað með 50 þúsund króna sekt. Hvorugu málinu gat hann áfrýjað til Hæstaréttar vegna þess hversu lítil refsingin var. Lárus Páll viðurkennir að hann hafi sannarlega óhlýðnast lögreglu þegar hún skipaði honum að færa sig þar sem hann stóð í bæði skiptin innan við blómaker fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og mótmælti þar stríðsrekstri Bandaríkjanna á friðsamlegan hátt, í fyrra skiptið í félagi við aðra en í síðara skiptið einn með skilti sem á stóð „Elskum friðinn“. Lárus telur hins vegar að málið snúist um það hvort fyrirmælin sem hann óhlýðnaðist hafi verið lögleg eða ekki. „Það hefur aldrei verið tekið á því fyrir dómstólum,“ segir Lárus. „Má lögreglan segja fólki sem viðhefur tjáningu á almannafæri bara að fara? Ef þú neitar að hlýða lögreglunni ertu að brjóta lög sama hvaða fyrirmæli hún gefur þér. Það er ekki þannig að þú sért saklaus ef fyrirmælin eru ólögleg – það vantar alveg,“ bætir hann við. Í stefnunni, sem Katrín Oddsdóttir, lögmaður Lárusar, lagði fram í apríl, segir meðal annars að Lárus hafi ekki verið innan lóðamarka sendiráðsins við mótmælin, athafnir hans í borgarlandinu hafi ekki á nokkurn hátt brotið gegn lögum eða reglum. Þess vegna hafi lögreglan ekki haft neina lögmæta ástæðu til að skipa honum að færa sig og meint brot hans, að óhlýðnast fyrirmælunum, hafi því verið bein afleiðing af ólöglegum athöfnum lögreglumannanna. „Stefnandi er mikill baráttumaður fyrir bættum heimi og hefur í fjölda ára mótmælt stríðsrekstri með ýmsum hætti. Hann mun ekki leggja árar í bát fyrr en hann fær réttláta málsmeðferð og ef það krefst úrlausnar fyrir æðsta dómstól landsins eða eftir atvikum mannréttindadómstól Evrópu, um það hvort hann hafi átt rétt á að mótmæla með fyrrgreindum hætti fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna, þá mun hann ekki láta það aftra sér,“ segir í stefnunni. Honum hafi verið nauðugur einn sá kostur að höfða einkamál í þessu skyni, fyrst hann hafi ekki fengið að áfrýja hinum dómunum þrátt fyrir beiðni þar um.
Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira