Ný lína undir áhrifum frá Audrey Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. september 2013 09:30 Jóhanna María Oppong hannar undir merkinu Troja. MYND/GVA Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook. Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum Sjá meira
Ég fór á fullt með hugmyndina fyrir einu og hálfu ári eftir að hafa tekið þátt í viðskiptaáætlunarsamkeppni Opna Háskólans, FKA og Íslandsbanka. Ég frumsýndi línuna svo í júlí á hátíðinni Eldur í Húnaþingi á Hvammstanga, mínum heimaslóðum,“ segir Jóhanna María Oppong kjólaklæðskeri en hún hannar kvenfatnað undir merkinu Troja. Jóhanna segir fyrstu fatalínuna vera undir áhrifum frá sjötta áratugnum og anda Audrey Hepburn svífa yfir vötnum. Þá vinni hún undir hugmyndafræði „slow fashion“. „Sú hugmyndafræði stýrir því svolítið hvernig fötin eru, að hægt sé að fá sem mest út úr hverri flík og hægt sé að breyta um útlit án mikillar fyrirhafnar,“ segir Jóhanna. „Ég byggi á svörtum grunnkjól sem hægt er að nota mismunandi toppa við. Toppinn má svo vera í yfir bol við pils eða buxur. Topparnir eru í nokkrum litum og sumir með áfastri slæðu í hálsmálið sem má þá binda á mismunandi vegu. Svo er hægt að fá suma toppana með slóða sem hægt er að taka af ef vill en þá áttu í raun kápu og topp í einni og sömu flíkinni. Ég vil líka vinna línuna á eins umhverfisvænan hátt og ég get og vel til dæmis slitsterk efni sem halda vel lit.“ Jóhanna er einnig viðskiptafræðingur að mennt og starfar í banka þegar hún situr ekki við saumavélina. Það segir hún einnig hafa áhrif á hönnunina. Hún hanni fyrir konur í viðskiptaheiminum. „Ég geng út frá því að ef ég get sjálf hugsað mér að nota flíkina í vinnunni þá eigi hún heima í línunni.“ En hvernig finnur hún lausa stund til að sinna saumum? „Ég á tvær litlar stelpur og mann svo það er auðvitað nóg að gera. Ég sit ekkert og horfi á sjónvarpið á kvöldin,“ segir hún hlæjandi. „En þegar maður hefur ástríðu fyrir einhverju þá hefur maður alltaf tíma.“ Jóhanna heldur úti vefversluninni www.troja.is og einnig má fylgjast með Troja á Facebook.
Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Fleiri fréttir Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum Sjá meira