Lífið

Darri Ingólfsson í umdeildri Joe Boxer-auglýsingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Darri Ingólfsson leikur í nýrri auglýsingunni frá Kmart og auglýsir Joe Boxer-nærbuxur.

Auglýsingin heitir Show Your Joe og vakti mikið umtal þegar hún var frumsýnd á netinu og í sjónvarpi vestan hafs í gær. Í auglýsingunni dansar Darri, ásamt fimm öðrum karlmönnum, við vinsæla jólalagið Jingle Bells en auglýsingin er hluti af herferð Joe Boxer fyrir nærföt og aukahluti sem aðeins er seldur í verslunarkeðjunum Kmart og Sears.

Viðskiptavinir Kmart hafa látið í sér heyra á Facebook-síðu keðjunnar og finnst mörgum auglýsingin afar ósmekkleg.

„Þið getið gleymt því að ég komi aftur inn í verslanir ykkar. Takið þessa auglýsingu úr sýningu,“ skrifar einn æstur áhorfandi. Að sama skapi eru fjölmargir sem hafa gaman af auglýsingunni og kallar einn viðskiptavinur Kmart hana snilld.

Ljóst er að frægðarsól Darra er hátt á lofti í Hollywood því hann var einn af aðalleikurunum í síðustu þáttaröðinni af Dexter sem var sýnd í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.