Fulltrúar Bjartrar framtíðar hljóma eins og af annarri plánetu 23. febrúar 2013 15:47 Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti í dag framboðsræðu sína til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna rifjaði upp sín fyrstu kynni af Landsfundinum, skaut föstum skotum á pólitíska andstæðinga sína og benti á hvernig forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Byrjið á að fara með mér örfá ár aftur í tímann. Ég er 25 ára, sit í næstum jafn gömlum Fiat með kærastanum sem segir mér uppnuminn frá deginum sínum. Árið er 1991 og mánuðurinn er mars. Hann hefur eytt síðustu dögum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að þátttaka hans á fundinum hafi ekki aðeins breytt lífi okkar tveggja - heldur framtíð allra Íslendinga. Það eru sjálfsagt einhverjir hér sem muna eftir þeim fundi – eigum við að fá þá til að rétt upp hönd?" Hanna Birna rifjaði upp að landsfundarmappa Vilhjálms, eigimanns hennar, hefði einhverra hluta vegna verið í fangi sínu. „Ég horfði á yfirskriftina ,,Frelsi og mannúð" – og hlustaði á verðandi eiginmann minn – rjóðan í kinnum og alsælan á svipinn. Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund? Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði. Ég sannfærðist hins vegar algjörlega um töfra þessarar samkomu þegar ég sat minn fyrsta landsfund fimm árum síðar - árið 1996," sagði Hanna Birna og sneri sér að stöðu flokks síns í dag.Mynd/Valli„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um allt land tóku þátt í að stilla upp framboðslistum flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 20.000 manns – hugleiðið það - rúmlega helmingi fleiri en ALLIR þeir sem þátt tóku í að stilla upp framboðslistum fyrir ALLA aðra stjórnmálaflokka. Rúmlega helmingi fleiri en samtals fyrir alla aðra flokka! Samt leyfa þeir stjórnmálaflokkar sér að segjast sérstakir boðberar lýðræðisins. Þetta verður aldrei – aldrei sannfærandi á sama tíma og forystumenn eins og Steingrímur J. Sigfússon fá innan við 200 atkvæði í prófkjöri í 40.000 manna kjördæmi! Og það er heldur ekki sannfærandi á meðan forystumaður nýjasta „lýðræðisflokksins, Bjartrar Framtíðar, lét handvelja sjálfan sig á fámennum sellufundi þar sem saman sátu örfáir - en gamansamir - kunningjar hans og vinir. Ég veit ekki hvort margir mættu þangað í Star Wars búningum – en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu."Mynd/ValliHanna Birna sagði við fundargesti alveg skýrt að forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Í fyrsta lagi með því að hætta endalausum skattahækkunum sem ganga svo nærri almenningi að hann sér vart vonarglætu – en hefja þess í stað skattalækkanir með markvissri áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi með því að horfast í augu við þá staðreynd sem við öllum blasir að skuldastaða heimilanna er ekki viðunandi og of margar fjölskyldar geta ekki meira. Hér á þessum fundi liggja fyrir tillögur sem koma með sanngjörnum og raunhæfum hætti til móts við skuldsett heimili og geta skapað sátt um þetta mikilvæga mál. Í þriðja lagi með því að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífs, með afnámi gjaldseyrishafta, einkaframtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfestingar, nýsköpun og því að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu. Umfram allt snýst þetta þó um það að við höfum ekki gefist upp á Íslandi. Við höfum ekki – og munum aldrei – gefast upp á því að skapa hér framtíð og möguleika fyrir ungt fólk." Ræðu Hönnu Birnu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan (.docx). Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir flutti í dag framboðsræðu sína til varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Hanna Birna rifjaði upp sín fyrstu kynni af Landsfundinum, skaut föstum skotum á pólitíska andstæðinga sína og benti á hvernig forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Byrjið á að fara með mér örfá ár aftur í tímann. Ég er 25 ára, sit í næstum jafn gömlum Fiat með kærastanum sem segir mér uppnuminn frá deginum sínum. Árið er 1991 og mánuðurinn er mars. Hann hefur eytt síðustu dögum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og er sannfærður um að þátttaka hans á fundinum hafi ekki aðeins breytt lífi okkar tveggja - heldur framtíð allra Íslendinga. Það eru sjálfsagt einhverjir hér sem muna eftir þeim fundi – eigum við að fá þá til að rétt upp hönd?" Hanna Birna rifjaði upp að landsfundarmappa Vilhjálms, eigimanns hennar, hefði einhverra hluta vegna verið í fangi sínu. „Ég horfði á yfirskriftina ,,Frelsi og mannúð" – og hlustaði á verðandi eiginmann minn – rjóðan í kinnum og alsælan á svipinn. Ég hugsaði með mér. Hvað er það eiginlega við þennan landsfund? Skyldi ég einhvern tíma verða svo uppnumin í pólitík að ég geti með svona mikilli gleði og stolti varið fjórum heilum dögum á fundi til að ræða framtíð lands og þjóðar. Ég skal viðurkenna að á þessum rúnti á litla Fiatnum okkar - þar sem við vorum bæði 22 árum yngri – ég með herðapúða og Villi með strípur - þá var ég ekki sannfærð um að svo yrði. Ég sannfærðist hins vegar algjörlega um töfra þessarar samkomu þegar ég sat minn fyrsta landsfund fimm árum síðar - árið 1996," sagði Hanna Birna og sneri sér að stöðu flokks síns í dag.Mynd/Valli„Sjálfstæðisflokkurinn er alvöru lýðræðisflokkur. 20.000 einstaklingar um allt land tóku þátt í að stilla upp framboðslistum flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. 20.000 manns – hugleiðið það - rúmlega helmingi fleiri en ALLIR þeir sem þátt tóku í að stilla upp framboðslistum fyrir ALLA aðra stjórnmálaflokka. Rúmlega helmingi fleiri en samtals fyrir alla aðra flokka! Samt leyfa þeir stjórnmálaflokkar sér að segjast sérstakir boðberar lýðræðisins. Þetta verður aldrei – aldrei sannfærandi á sama tíma og forystumenn eins og Steingrímur J. Sigfússon fá innan við 200 atkvæði í prófkjöri í 40.000 manna kjördæmi! Og það er heldur ekki sannfærandi á meðan forystumaður nýjasta „lýðræðisflokksins, Bjartrar Framtíðar, lét handvelja sjálfan sig á fámennum sellufundi þar sem saman sátu örfáir - en gamansamir - kunningjar hans og vinir. Ég veit ekki hvort margir mættu þangað í Star Wars búningum – en í borgarstjórn hljóma þeir að minnsta kosti oft eins og þeir séu af allt annarri plánetu."Mynd/ValliHanna Birna sagði við fundargesti alveg skýrt að forgangsraða þyrfti í þágu heimilanna. „Í fyrsta lagi með því að hætta endalausum skattahækkunum sem ganga svo nærri almenningi að hann sér vart vonarglætu – en hefja þess í stað skattalækkanir með markvissri áherslu á að það gagnist sem best launþegum og auki ráðstöfunartekjur fjölskyldna. Í öðru lagi með því að horfast í augu við þá staðreynd sem við öllum blasir að skuldastaða heimilanna er ekki viðunandi og of margar fjölskyldar geta ekki meira. Hér á þessum fundi liggja fyrir tillögur sem koma með sanngjörnum og raunhæfum hætti til móts við skuldsett heimili og geta skapað sátt um þetta mikilvæga mál. Í þriðja lagi með því að sækja fram á öllum sviðum atvinnulífs, með afnámi gjaldseyrishafta, einkaframtaki, rýmri löggjöf um erlendar fjárfestingar, nýsköpun og því að draga úr ríkisafskiptum og miðstýringu. Umfram allt snýst þetta þó um það að við höfum ekki gefist upp á Íslandi. Við höfum ekki – og munum aldrei – gefast upp á því að skapa hér framtíð og möguleika fyrir ungt fólk." Ræðu Hönnu Birnu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan (.docx).
Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira