Upptökur á Game of Thrones hefjast í júlí Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 25. júní 2013 12:51 Leikarinn Kit Harrington hefur heimsótt Ísland síðustu tvö ár. Ekki liggur fyrir hvort hann verður í föruneyti þáttanna að þessu sinni. Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu. Game of Thrones Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Von er á tökuliði frá HBO-sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum til Íslands í júlí til að taka upp atriði í ævintýrasjónvarpsþættina vinsælu Game of Thrones. Þetta verður í þriðja sinn sem tökulið þáttanna kemur hingað til lands en sá munur er á tökunum í sumar og hinum að í þetta sinn munu tökur fram að sumarlagi. Snorri Þórisson, forstjóri kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Pegasus, sem stendur að tökunum, segir að tökurnar muni fara fram á Suðurlandi og verða svipaðar að umfangi og síðustu tvö ár. „Þetta er allt að gerast seinni hluta júlí mánaðar. Umfangið er mjög svipað. Þetta hafa verið á annað hundrað manns og með aukaleikurum farið yfir 200 í heildina.“ Pegasus auglýsti á dögunum eftir tuttugu sköllóttum Íslendingum til að taka að sér aukahlutverk í þáttunum. Snorri segir að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. „Já, við fengum dálítið mikið af sköllóttum mönnum. Það er greinilegt að Íslendingar eru að missa hárið núna.“ Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns en önnur atriði í þáttunum hafa verið tekin upp á Norður-Írlandi, í Skotlandi, á Möltu, í Marokkó og í Króatíu.
Game of Thrones Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira