Ragnheiður styður ekki slit á ESB-viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 19. ágúst 2013 13:31 Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Pjetur Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins myndi ekki styðja þingsályktunartillögu um að slíta viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún vill að slík atkvæðagreiðsla fari fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur valdið óróleika í stjórnarsamstarfinu með yfirlýsingum sínum um að hann sjái enga ástæðu til að setja áframhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þótt báðir stjórnarflokkarnir séu andvígir aðild að sambandinu og hafi lofað því í kosningabaráttunni að gera hlé á viðræðunum, er engu að síður talað um það í stjórnarsáttmálanum að viðræðum verði ekki haldið áfram án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu. Gunnar Bragi túlkar þetta ákvæði stjórnarsáttmálans greinilega með öðrum hætti en Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sem er í engum vafa um að þetta þýði þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu. „Nei það gerir það ekki. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði í þá veru. Forystumenn flokksins og við sem voru í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í vor sögðum að við myndum gera slíkt og ég get ekki ímyndað mér annað en staðið verði við það loforð,“ segir Ragnheiður. Hún telji samstarfsflokkinn í ríkisstjórn ekki vera að reyna að komast undan þessu þrátt fyrir yfirlýsingar Gunnars Braga. „Gunnar Bragi hefur alla tíð verið þessarar skoðunar en Sjálfstæðisflokkurinn sagði annað í aðdraganda kosninga og við verðum þá að ræða þau mál og komast að niðurstöðu hvað það mál varðar,“ segir Ragnheiður. Hún telji að forysta Sjálfstæðisflokksins muni standa við loforð sitt. „ Mér finnst sjálfri ekkert annað koma til greina.“ Stjórnarflokkarnir hafa boðað að gerð verði skýrsla um stöðu viðræðnanna og þróunina innan Evrópusambandsins sem lögð verði fyrir Alþingi og hafa flestir skilið það sem svo að spurningin um áframhald viðræðna færi í þjóðaratkvæðagreiðslu að því ferli loknu. En hvenær myndi Ragnheiður vilja slíka þjóðaratkvæðagreiðslu, til dæmis samhliða sveitarstjórnarkosningum eins og sumir hafa lagt til? „Mér þætti það bara hið besta mál. Já ég held að það væri ágætis tímasetning.“ Hún sé hins vegar ekki viss um að allir sveitarstjórnarmenn yrðu hrifnir að því að blanda þessum málum saman. Til að slíta viðræðunum þyrfti Alþingi að samþykkja nýja þingsályktunartillögu þar að lútandi. En myndi Ragnheiður styðja slíka tillögu? „Nei, ég myndi ekki gera það,“ segir Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira