Enski boltinn

Góðgerðarleikur Gerrard gegn Olympiakos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur tilkynnt að félagið muni leika gegn gríska liðinu Olympiakos í góðgerðarleik Steven Gerrard þann 3. ágúst næstkomandi.

Leikurinn fer fram á Anfield og allur ágóði af honum rennur til góðgerðarmála.

Þó svo að Gerrard sé enn að spila er hann af flestum stuðningsmönnum félagsins talinn í hópi bestu leikmanna í sögu þess.

Hann hefur verið á mála hjá félaginu allan sinn atvinnumannaferil sem hófst árið 1998. Síðan þá hefur hann spilað 439 deildarleiki og skorað í þeim 98 mörk. Alls eru leikirnir orðnir 628 talsins og mörkin 159.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×