Skógrækt telur grisjun í Öskjuhlíð "vitleysu“ Stígur Helgason skrifar 22. apríl 2013 07:00 "Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins um fyrirhugaða grisjun.fréttablaðið/vilhelm „Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
„Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira