Skógrækt telur grisjun í Öskjuhlíð "vitleysu“ Stígur Helgason skrifar 22. apríl 2013 07:00 "Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins um fyrirhugaða grisjun.fréttablaðið/vilhelm „Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira
„Þetta samkomulag kemur eins og skrattinn úr sauðarleggnum,“ segir Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, um fyrirhugaðar framkvæmdir á og í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og Jón Gnarr borgarstjóri undirrituðu samkomulag um fyrir helgi. Það kveður meðal annars á um að lækka skuli gróður í Öskjuhlíðinni af öryggisástæðum. „Við vorum ekkert kölluð að þessari ákvörðun núna og vorum bara að kynnast henni í gegnum fjölmiðla,“ segir Helgi. Skógræktarfélagið hefur á fyrri stigum mótmælt grisjuninni í Öskjuhlíð harðlega, meðal annars í umsögn sinni til umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í desember 2011. „Ég lít svo á að þetta sé hin mesta vitleysa,“ segir Helgi, sem telur að málið snúist ekki á nokkurn hátt um öryggismál þótt það sé kynnt á þann hátt. „Þetta hefur ekkert með öryggismál að gera, heldur takmarkanir. Eftir einhver ár getur verið að í flugtaki í átt að Öskjuhlíð þurfi að takmarka þyngd í flutnings- og farþegavélum, sem mundi þá minnka hagkvæmni. Það eru einu áhrifin.“ Hann segir að trén sem eigi að grisja séu þau elstu og vöxtulegustu í Öskjuhlíðinni. Skógræktarfélagið hafi þegar útskýrt hvaða áhrif það mundi hafa á trén að klippa ofan af þeim – það mundi drepa þau eða stórskaða – og í raun telji hann að samkomulagið feli í sér að trén verði hreinlega felld. „Þetta er stór hluti af Öskjuhlíðinni og fallegasti hlutinn af einni mestu útivistarperlu borgarbúa,“ segir hann. Spurður hvort Skógræktarfélagið geti beitt sér frekar á einhvern hátt eftir að samkomulagið hefur verið undirritað segir hann ljóst að baráttunni sé ekki lokið. „Ég held að þetta geti ekki gengið friðsamlega fyrir sig.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt þessari grisjun og fulltrúar flokksins í skipulagsráði, Gísli Marteinn Baldursson og Hildur Sverrisdóttir, áréttuðu með bókun á fundi ráðsins fyrr í mánuðinum að þetta sýndi að flugvöllurinn væri of frekur í umhverfi sínu í miðborginni. Ekki náðist í Ögmund Jónasson innanríkisráðherra í gær.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Sjá meira