Krefst þess að biskup víki Sigríði úr starfi Boði Logason skrifar 22. apríl 2013 13:47 Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira