Krefst þess að biskup víki Sigríði úr starfi Boði Logason skrifar 22. apríl 2013 13:47 Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar. Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira
Gunnar Þorsteinsson, betur þekktur sem Gunnar í Krossinum, krefst þess að biskup víki Sigríði Guðmarsdóttur, sóknarpresti í Grafarholti, úr starfi og fái ekki að gegna sambærilegu starfi á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ástæðan er pistill sem Sigríður skrifaði á vefsíðu sína fyrr í mánuðinum. Þetta kemur fram í kvörtunarbréfi sem lögmaður Gunnars sendi til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um miðjan mánuðinn, og fréttastofa hefur undir höndum. Gunnar hefur farið í mál við tvær talskonur, sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar um kynferðislegt ofbeldi á vefmiðlinum Pressunni. Í kvörtunarbréfinu segir lögmaður Gunnars að fram að þessu hafi umbjóðandinn látið gagnrýnisraddir sem vind um eyru þjóta „enda gagnrýnin iðulega sett fram að fullkomnu þekkingarleysi á atvikum málsins og þeim réttarreglum sem um er að tefla.“ Segir í bréfinu að öðru máli gegni hins vegar þegar starfandi prestar fjalla um mál sem þetta, enda njóta þeir almennt virðingar og trausts í samfélaginu. Þann 11. apríl síðastliðinn birti Sigríður á vefsíðu sinni grein þar sem hún segir meðal annars: „Ég styð rétt Krosskvennanna til að lýsa opinberlega ofbeldinu sem þær hafa orðið fyrir. ég hef líka valið að trúa þeim og sögu þeirra.“ Í kvörtunarbréfinu segir: „Með þessum ummælum tekur Sigríður einarða afstöðu í málinu og lýsir yfir stuðningi við ætlaða þolendur. Þá fela ummælin í sér að umbjóðanda mínum er borið á brýn refsiverð háttsemi, enda fullyrt að hinir ætluðu þolendur hafi orðið fyrir ofbeldi af hálfu umbjóðanda míns og að Sigríður leggi trúnað í frásögn þeirra.“ Telur Gunnar að ummælin feli í sér grófa árás á æru sína og brjóti í bága við almenn hegningarlög, enda hafi Gunnar aldrei verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað af nokkru tagi. „Umbjóðandi minn lítur það alvarlegum augum að þjónandi prestur þjóðkirkjunnar telji sig þess umkominn að kveða upp úr um sekt eða sýknu umbjóðanda míns á opinberum vettvangi. Vart þarf á það að minna að slíkt er hlutverk dómstóla en ekki presta eða annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar,“ segir í kvörtunarbréfinu. „Með hliðsjón af alvarleika brots prestsins er þess krafist að biskup ákveði að Sigríður skuli ekki gegn núverandi starfi eða sambærulegu starfi eða köllun á kirkjulegum vettvangi til frambúðar. Ef ekki verður á það fallist er þess beðist að gripið verði til þess úrræðis að veita Sigríði skriflega áminningu,“ segir í bréfinu. „Í öllu falli er þess krafist að Sigríði verði gert að fjarlægja umrædda grein af vefsvæði sínu sigridur.org og hlekkir inn á síðuna fjarlægðir af vefsíðunum tru.is og kirkjan.is.“ Þá segir í bréfinu að óhjákvæmilegt sé að Sigríði verði vikið úr starfi sóknarprests í Grafarholti á meðan um mál hennar er fjallað og annar prestur settur til að gegna starfi hennar á meðan. Þegar fréttastofa hafði samband við Sigríði eftir hádegi vildi hún ekki tjá sig um málið.Athugið: Í upphaflegri frétt um málið, var sagt frá því að Gunnar hefði farið í mál við fimm konur, sem ásökuðu hann um kynferðislegt ofbeldi. Það er ekki rétt, konurnar eru tvær - og eru þær talskonur sjö kvenna sem ásökuðu Gunnar.
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent Fleiri fréttir Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Sjá meira